Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 12

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 12
102 KIRKJURITIÐ yfir mannlífið. 1 Ijósi hennar hverfur myrkrið, sem annars mundi grúfa yfir. Boðskapur hennar flytur líf, birtu og yl inn í mannssálirnar. Hún veitir lífsþrá okkar fullnægju og frið. Hún getur gefið okkur styrk til að horfa ókvíðnir og öruggir móti dauða og gröf. Hún gefur okkur ástvinina aftur, sem frá okkur hafa verið kallaðir, og hún sættir okkur betur en nokkuð annað við stundarmótgang og erfiðleika hér í heimi. Hún er hamingjan í lífi mannanna, sem veitir þeim meira en nokkuð annað bjartsýni og gleði, djörfung og dug. Páskahátíðin vill leiða þessa hamingju eilífðartrúarinnar inn í líf okkar. Það er hennar höfuðtilgangur. Vissulega ættum við að gera allt til þess að veita henni viðtöku. Ef við höfum hana við hlið, verður æfinlega bjart á vegum okkar, og það jafnvel, þótt við förum um dimman dal mótlætis og rauna. En páskarnir hafa líka annað erindi til okkar mannanna, annan boðskap að flytja. Um leið og þeir glæða og styrkja eilífðartrúna í brjóstum okkar, grundvalla þeir líka ábyrgð- artilfinninguna fyrir meðferð þessa jarðneska lífs. Þeir gefa lífinu ekki aðeins nýtt gildi og nýtt markmið, heldur boða þeir einnig ábyrga afstöðu okkar sjálfra. Hinn djúp- vitri skáldspekingur Einar Benediktsson segir á einum stað: Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag. Einmitt trúin á framhaldslíf okkar og fullkomnunartak- mark leggur á herðar okkar skyldur, sem við ekki megum bregðast. Ef aðeins væri um þetta jarðlíf að ræða, þá finnst mér óneitanlega ekki skipta miklu máli, hvernig því væri varið. Þegar sólarlag ævinnar væri á annað borð komið, þá mundi sennilega enginn spyrja um hið liðna líf okkar og því síður nokkur vera til þess að svara. Það væri þess vegna nokkurn veginn sama, hvað við hefðum að- hafzt. Endirinn fyrir okkur sjálfa yrði samt alltaf á einn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.