Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 13

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 13
ERINDI PÁSKANNA 103 Veg. Þetta viðhorf verður aftur á móti allt annað, ef við höfum eilífðina fyrir augum. Þá vitum við, að það er alls ekki sama, hvemig þessu lífi er varið. Við lifum þá undir lögmáli orsaka og afleiðinga, einnig á hinu siðferðilega sviÖi. Við uppskerum eins og við sáum. Ef til vill kemur Uppskeran ekki æfinlega þegar í þessu lífi, en hún kemur Þá síðar, á það getum við alveg reitt okkur. Ef við gemm kað, sem gott er, og þreytumst ekki, eins og postulinn hemst að orði, þá erum við að undirbúa okkur undir eilífð- og uppskerum þar ávextina, enda þótt við höfum ekki n°tið þess að neinu hér í lífi. Á sama hátt er það, ef við höfum farið illa og hirðu- leysislega með líf okkar hér á jörð. Það getur vel verið, að afleiðingar af því komi ekki strax í ljós, en það er alveg víst, að þessar afleiðingar verða ekki umflúnar a-nars heims, jafnvel þótt við höfum sloppið við þær að miklu leyti hér. Þannig er boðskapur páskanna til okkar. ^ann svalar ekki aðeins þeirri lífsþrá, sem flestum mönn- tthi er í brjóst borin, heldur svalar hann einnig þeirri rétt- lmtiskennd, sem allflestir eru gæddir. Og það, sem ekki er minnst um vert, hann beinir hugum okkar að hinni and- leSU hlið tilverunnar og hinum andlegu lögmálum hennar, Sem alltaf hafa verið of lítið tekin til greina. Við höfum fengið meira en nóg af efnishyggju undanfarandi tima. ^ún hefir þegar orðið mannkyninu til óútreiknanlegs tjóns °g getur orðið því til fullkominnar tortímingar. Það er kess vegna mikil nauðsyn, að nútímakynslóðin hverfi af t>eirri braut og taki meira en gert hefir verið til greina hin andlegu lögmál og hinar siðbætandi trúarhugsjónir. ^11 þess vill heilög páskahátíðin hjálpa með dýrmætum h°ðskap sínum um eilíft líf, um siðferðilega ábyrgð hvers manns, og áherzlunni, sem hún leggur á hið andlega við- h°rf mannanna. Guð gefi, að þjóðirnar og mannkynið allt vilji tileinka sér þá hjálp og notfæra sér hana i sem rík- hstum mæli.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.