Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 14

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 14
Hvert stefnir? Grein eftir dr. Manfred BjörTcquist biskup. Hefir nokkur af okkur látið það sér til fulls að kenningu verða, er gerzt hefir og gerist nú á Vesturlöndum, að ekki sé sagt um víða veröld? Hefir nokkur af okkur gjört sér ljósa grein fyrir þeirri rotnun, sem á sér stað í öllu þessu? En er okkur ekki brýn nauðsyn á að koma auga á voðann, til þess að við getum hafið samtök gegn honum? Við höfum hrokkið við af ótta við kjamorkusprengjuna og þá heima, sem hún hefir lokið upp. Hún er svo sem ekki ein út af fyrir sig. Frægur náttúruskoðari á okkar dögum ritaði fyrir fáum árum: „1 fyrsta sinni í sögunni hefir nú maðurinn orðið hræddur við það, sem vit hans hefir framleitt.“ Hvers vegna? Jú, af því að við höfum í einu vetfangi orðið lostnir þeim ægilega grun, að vit mannkynsins, leyst úr öllum tengslum við siðferðilega ábyrgð og andlegt samhengi, getur orðið höfuðfjandi þess. Vitið á ekki sökina, heldur stafar hún af því, að hæfi- leikar mannanna og reynsla og menningarstarf á ýmsum sviðum er komið allt út á yztu nöf. Og þangað hefir stefnt öldum saman. Margir höfðu áður reist vonir sínar um framfarir mann- kynsins á tækninni. Menn myndu læra af tækninni að hafa meiri not af auðlindum náttúrunnar. Og þá væri von til þess í fyrsta skipti í sögunni, að öll jarðarböm gætu búið við mannsæm kjör, er færu batnandi á komandi árum. Menn gleymdu því helzt til oft, að tæknin veitir þeim ekki aðeins vald yfir náttúrunni. Hún veitir þeim einniff

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.