Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 16

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 16
106 KIRKJURITIÐ váld yfir meðbrœðrum þeirra. Hún hefir gjört litlum hóp kleift undir forystu voldugs manns að kúga alla hina. Einræðisríkin á vorum dögum gætu ekki staðið nema með fulltingi tækninnar. Það er ekki tækninni að kenna, að svo hefir farið og á ef til vill eftir að fara í enn stærri stíl. Það er mönn- unum að kenna. Það er því ekki ófyrirsynju, að skarp- skyggnustu leiðtogarnir nú á dögum taka að beina athygli sinni að mönnunum. Ástandið í heiminum er auðsjáanlega að verða mönnunum ofviða. Eða eins og einn hefir komizt að orði: „Á tímum flugvélanna er mannshugurinn enn mótaður af hjólbörunum.“ Og það, sem er enn verra. Við höfum síðustu öldina smám saman misst traustið á manninum, hugsjónafyrir- mynd mannsins — á veginum, sem honum ber að ganga- Þegar Immanuel Kant fyrir meira en hálfri annarri öld hóf kenninguna frægu um siðgæðisvitund mannsins, þd benti hann á öruggt verðmæti, skýran boðskap um það, hvernig mennirnir ættu að lifa. Og í byrjun okkai’ aldar gat einn af mestu andans mönnum Norðurlanda, Harald Höffding, enn borið vitni um trú sína á það, er varanlegt gildi hefir. En nú lifum við á mörkum þess, að menn vísi öllu siðgæði norður og niður. Hér er ekki unnt að lýsa öllum aðdragandanum að þessu. En á það skal minna, að þessi stefna setur sverðið að rótum erfðamenn- ingar okkar á Vesturlöndum, manngildinu sjálfu, persónu- gildinu. Og þetta vantraust á mönnunum kemur átakan- legast fram í lítilsvirðingu á mannslífunum. Tvær heims- styrjaldir hafa ekki liðið svo hjá, að þeirra sjái engar menjar, og gasklefamir í fangabúðunum eru í fersku minni. Við finnum og skiljum angistina í spurningu há- skólakennarans og Gyðingsins: „Hvað hefir komið fyúr mannkynið, að mannlífið skuli vera orðið svo aumlegt, að menn sjá ekki lengur, að meðbræðumir em persónur, gæddar eilífðargildi, heldur telja þá sálarlaus kvikindi, sem megi drepa eins og flugur?“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.