Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 24

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 24
114 KIRKJURITIÐ 1907, um skipun prestakalla, þar eð þau eðlilega eru orðin nokkuð úrelt. Þessa endurskoðun virðist nefndin hafa framkvæmt — .en því miður af svo miklu flaustri og handahófi, að ekki verður við unað. 1 þessu bréfi kirkjuráðs til háttvirtrar menntamála- nefndar, er ekki rúm til að benda nema á lítinn hluta þess, er kirkjuráð telur athugavert. En nokkur atriði skal þó drepa á, hér og þar, til að sýna, að ekki er um órökstuddan sleggjudóm að ræða. 1. Nefndin virðist ekki hafa tekið neitt tillit til hinnar afarmiklu fólksfjölgunar í Reykjavík, síðan sett voru lög nr. 76 7. maí 1940, um skipting Reykjavíkur í prestaköll. T. d. er nú hin brýnasta nauðsyn þess, að skipta Laugarnes- prestakalli í 2 eða 3 prestaköll, þar sem í því er milli 10 000 og 15 000 manns. Einsætt hefði að minnsta kosti verið að taka upp ákvæði 4. greinar nefndra laga um skipting Reykjavíkur í prestaköll. 2. Lundarbrekkusókn er ófyrirsynju tekin undan Þór- oddsstaðarprestakalli, en hún hefir fylgt því meira en 30 síðustu árin, og auðveldast að þjóna henni frá prestssetr- inu Vatnsenda. Frá Skútustöðum væri aftur á móti yfir fjallveg að fara, og auk þess yrði um sinn að greiða sérstaklega fyrir prestsþjónustu þaðan. 3. Óviðfeldið er að bera fram breytingartill. við laga- grein, sem þegar er úr gildi numin með öðrum lögum (2- grein laga 1907, um skipun prestakalla, er felld úr gildi með lögum nr. 76 7. maí 1940). 4. Nöfn prestakalla og sókna eru sett mjög af handa- hófi og víða öll önnur en í lögunum um skipun prestakalla frá 1907. Sum nafnanna eru miklu lakari en hin eldri. Kirkjuráð lítur svo á, að á frumvarpinu séu svo margii’ gallar, að ekki komi til mála að samþykkja það á þessu þingi, en leggur til, að látin verði fara fram ýtarleg at- hugun á prestakallaskipun landsins í heild. Verði biskupi falið að láta framkvæma hana og leggja síðar frumvarp

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.