Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 30

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 30
120 KIRKJURITIÐ eru aðeins rök fyrir því, að endurskoða beri löggjöfina um skipun prestakalla frá 1907 og gjöra á henni ýmsar breytingar, en engin rök fyrir fækkuninni. Því að á ára- tugunum síðan hefir mjög fjölgað fólkinu í landinu, svo að sums staðar verður að f jölga prestum. Enn er þess að gæta, að bættar samgöngur koma ekki að fullum notum víða um land allt árið. Og vilji menn ekki landauðn 1 dreifbýlinu, þá getur orðið varhugavert að sækja það fast að svipta fólkið prestunum. En hver einstaklingur þjóðarinnar er jafn mikils verður, hvort sem hann byg&r einn útskaga eða fyllir fjöldann á borgarmölinni. Mig langar til í þessu sambandi að benda á minningarorð um Tryggva Þórhallsson, foringja Framsóknarflokksins: „Hann leit svo á, að þessar tilraunir til að fækka sveita- prestum væru m. a. mjög ómakleg tilraun til þess að svipta byggðirnar þeim menntamönnum, sem þær hefðU haft hingað til. Og hann lét oft svo um mælt, að þó eigí væri á neitt annað litið en menningarmál sveitanna, Þa yrði hann að vera öllum slíkum tillögum fullkomlega and- vígur.“ (Þorst. Br. í Kirkjur. 1935, bls. 346). Hvað átt er við með „minna starfsviði presta“ er ekki ljóst. Að sönnu eru prestar ekki lengur skyldir til að vera bólusetjarar. En hvaða störfum öðrum hefir að lög' um verið af þeim létt, svo að teljandi sé? Ef til vill er átt við búskapinn, og minnir það þá á ummæli prestsinSi sem var að bera út blautan mó á fjöl framan á sér. Hanu kvaðst verða að segja af sér prestskap, því að hann þyl^1 ekki þetta lengur. En varla á ráðuneytið við ódugnað prestanna, því að það fer viðurkenningarorðum um hið þýðingarmikla starf, sem þeir vinna í þágu þjóðarinnar- Sannleikurinn er sá, að enn geta prestar látið til sín taka á sömu sviðum og áður, og enn eru ýmsir þeirra forystn- menn í framfaramálum og mannúðarmálum og fræðslu- málum og hafa skóla hjá sér á staðnum, og barnaguðs- þjónustur og sunnudagaskólahald færist mjög í vöxt. Sa# er það, að þeir eru horfnir af þingi, eins og fyrr segif’

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.