Kirkjuritið - 01.04.1951, Qupperneq 32
Koma biskupshjónanna til Winnipeg.
Herra Sigurgeir Sigurðsson, dr. theol. biskup yfir Is*
landi, og Guðrún Pétursdóttir, frú hans, heimsóttu Win-
nipeg-lslendinga um jólin, og dvöldu hér í vikutíma. Enda
þótt hér væri aðeins um skyndiheimsókn að ræða, verður
koma þeirra hjóna vafalaust talin með helztu viðburðum
hins nýliðna árs, í meðvitund Islendinga hér í borginm-
Biskupinn hafði komið hingað áður, er hann fyrir nokkrum
árum sat tuttugu og fimm ára afmælisþing Þjóðræknis*
félags Islendinga í Vesturheimi, sem fulltrúi ríkisstjórnar
Islands. Ávann hann sér þá strax almenna hylli fólks, sakir
glæsimennsku sinnar, glaðværðar og prúðrar framkornu-
Var mönnum yfirleitt því hið mesta gleðiefni að sjá hann
aftur og rifja upp gömul kynni. Jók það ei lítið á gle^J
manna í þetta sinn, að hin glæsilega kona hans var með j
förinni. En hún er manni sínum engu síðri um mannkosti
og hæfileika til að vinna og halda vináttu manna. Alls
staðar koma þau hjón fram til góðs, og flytja með ser
birtu og yl, hvar sem þau ber að dyrum. Það var því síz*
að undra að margir vildu njóta heimsókna þeirra, en tím'
ans vegna fengu það miklu færri en vildu. Úr þessu varð
þó nokkuð bætt með því að biskupinn kom fram opinber-
lega, — prédikaði í báðum islenzku kirkjunum hér, í Saih'
bandskirkjunni á aðfangadagskvöld, og í Fyrstu lútersk11
kirkju á jóladaginn. Mikill fjöldi fólks notaði tækifaerið
til að hlusta á hinn þróttmikla boðskap hans, og taka 1
hönd þeirra hjóna að afstaðinni messugjörð. Einnig béH
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins þeim samsæti.
Það er sérstök ástæða til þess að Vestur-íslendingar
fagni þessum yfirhirði íslenzku þjóðkirkjunnar. Hann er
fyrsti og eini biskup Islands, sem á embættistíð sinni heftr