Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 36

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 36
126 KIRKJURITIÐ 1893 og vígðist þangað hinn 16. júlí sama ár. Ellefu dög- um síðar, hinn 27. júlí, gekk hann að eiga heitmey sína, Jóhönnu Eggertsdóttur Briem. Héldu ungu hjónin síðan norður til prestakallsins. Lífsstarfið var hafið. Eftir 10 ára þjónustu á Hálsi fékk séra Einar veitingu fyrir Gaulverjabæ og þjónaði því kalli í 5 ár, eða til þess er hann fékk veitingu fyrir Reykholti árið 1908. Þar var hann prestur í 22 ár — til vors 1930. Eftir að séra Einar lét af embætti, átti hann um skeið heimili í Reykjavík. Var hann þá starfsmaður við Söfn- unarsjóð Islands, þar til sjóndepra knúði hann til að láta af því starfi. Fluttu þau hjón þá til Vilhjálms sonar síns að Laugarbökkum, og þar andaðist séra Einar eins og áður getur. Ég er ekki kunnugur starfi séra Einars í prestaköllunum tveim, er hann þjónaði fyrst. En glögg bending um ág®t störf og kynni er sú rausnarlega minningargjöf, er sóknar- böm hans úr Hálsprestakalli sendu konu hans að honum látnum. Huggróin þökk sóknarbarna hefir þar varðveitzt í hálfa öld. 1 grein, er ég skrifaði við andlát séra Einars, gat ég um hina miklu vináttu og tryggðir, er hér í sóknum vsen að finna til hans, konu hans og bama. Ég þarf þar engu við að bæta öðm en því, að síðan sú grein var rituð, hafa margir hér látið í ljós við mig, að ég hafi þar aðeins sagt það, sem satt var. Séra Einar Pálsson lagði aldrei hálfa hönd að verki- Hann gerði allt vel. Hvort hann var í kirkju eða utan, lagði hann sig allan fram. Bækur og skjöl embættisinS hér báru vott um óvenjulega reglusemi og vandvirkni- Þannig var um allt annað, er til hans kasta kom. Ég sagði, að séra Einar, kona hans og böm hefðu notið mikillar vináttu og tryggða hér í sóknunum. En þau hjón og böm þeirra hafa launað ríkulega þa^ allt. Tvo sjóði stofnuðu þau hjónin við hverju kirkju i prestakallinu. Ber annar nafn þeirra hjóna, hinn nafn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.