Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 40

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 40
130 KIRKJURITIÐ fyrir þau takmörk, er honum sjálfum voru fyrir beztu og þroski hans leyfði. Drottinn gaf manninum vegsamleg skilyrði til þroska og fullkomnunar, með því að fá honum í hendur frelsið og sjálfsvalið. En maðurinn reyndist ekki hæfur til þess að lifa því lífi, er Drottinn ætlaði honum: að verða herra jarðarinnar samkvæmt vilja hans og þroskast á guðsríkis braut. Hann kaus að hverfa frá guðssamfélaginu og fara að ráðum höggormsins, er taldi hann á að taka guðsríkið með valdi og stjórna því sjálfur. En afleiðingin varð sú, að hann komst í andstöðu við lífið sjálft. Og lifði í útlegð og landflótta, fyllti tilveruna með úlfúð, ótta og grimmd. Þetta er harmsaga mannkynsins. n. En hætti Guð þá ekki að elska og umbera mannkynið á jörðunni, sem svo hrapallega hafði brugðizt köllun sinni og vilja hans? Hinn alfullkomni kærleikur bregzt ekki, reiðist ekki og tilreiknar ekki hið illa. Drottinn getur aldrei brugðizt mönnunum, hvernig sem þeir fara að. Þeir geta aðeins útilokað sjálfa sig frá náð hans og gæzku. „Af ástarverkum eilíf röð er öll hans voldug stjórn.“ Heilagt Ijós af hæðum hefir ávallt vitjað vor jarðar- barna. Sendiboðar Drottins hafa fyrir spámannlegar ritn- ingar verið kallaðir fram til þess að flytja gleðiboðskap- inn um frið á jörð og velþóknun Guðs yfir mönnunum fyrir heitið um komu sonarins elskaða til þess að stofna guðsríkið á jörðunni, kirkjuna, og bjarga heiminum fra glötun.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.