Kirkjuritið - 01.04.1951, Qupperneq 41
ÖLL JÖRÐIN ER MÍN
131
Frá þessari óumræðilegu elsku Guðs og umhyggju fyrir
velferð mannanna er öll Biblían uppljómuð, og því rétti-
lega kölluð Heilög Ritning.
Það hefði mátt vænta þess, að þegar Jesús Kristur
hafði staðfest fagnaðarboðskap kristindómsins með lífi
sínu og fórnardauða, væri greiddur vegur til varanlegs
friðar hér á jörð. En svo er ekki. Heimurinn hefir ekki
enn getað vermzt svo af hinni óumræðilegu elsku, að hann
geti kastað drápsvopnunum — og látið sættast við Guð.
Líklega er ekkert viðfangsefni hér í heimi eins erfitt
°g að skilja samtíðina, og þekkja hinn hraðfleyga vitj-
unartíma, er getur liðið hjá fyrr en varir. Svo var það
um vini og samverkamenn Jesú, sem lifðu með honum í
heilögu andrúmslofti, umkringdir af lífsspeki hans og
ki'aftaverkum. Oft hafði hann sagt þeim, að hann væri
sendur frá Guði og til hvers og hvað fyrir sér lægi. En
Þeir skildu hann ekki fyrr en síðar. Þeir voru meira að
Segja farnir að ympra á því, að komast í ráðuneytið, þegar
hann væri seztur á veldisstól Davíðs konungs. Og hafði
hann þó sagt þeim, að sitt ríki væri ekki af þessum heimi.
Það er fyrst þegar Drottinn hafði íklætt þá krafti frá
hæðum, blessað þá og afhent þeim kirkjuna, á skilnaðar-
stundinni á Olíufjallinu, að hulan hverfur frá augum
^eirra. „Og þeir tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem,
^eð miklum fögnuði.“ (Lúk. 24, 52).
Lað er því mjög skiljanlegt, að bjart hafi verið yfir
hinum fyrsta söfnuði, þegar hinir fyrstu safnaðarfulltrúar
hrupu í einhug við vöggu kristninnar. Og heilagur andi
^ómaði yfir þeim og fyllti hugina tilbeiðslu, starfsþrótti
°g friði, og helgaði þá með sannleika fagnaðarboðskapar-
ins.
m.
En brátt fóru menn að skipta sér í flokka, og kenna
sig við leiðtoga og forystumenn safnaðanna. 1 stað þess
að kenna sig og söfnuðinn einungis og algjörlega við
stofnanda kirkjunnar.