Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 42

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 42
132 KIRKJURITIÐ Sérhyggja og sjálfselska létu ekki standa á því, að smeygja sér inn í safnaðalífið. Hin fyrsta byrjun að kljúfa niður kirkjuna. Páll postuli talar til safnaðarins í Korintuborg um þenn- an flokkadrátt og glundroða, sem þá þegar er farinn að koma í ljós, og fer svo sem vænta mátti þungum orðum um það, hvaða afleiðingar hann geti haft fyrir framtíð kristninnar: „Er þá Kristi skipt í sundur?“ spyr hann. En þessi ótrúmennska hefir fylgt kirkjunni um aldirnar síðan og orðið henni tíðum að meini. Saltið hefir dofnað, kraftur og gleði frumkristninnar dvínað. Og ber kirkju- sagan því raunalegt vitni. Vegna þess, hve kirkjan hefir mikið skipzt í flokka og deildir með ólíku sniði og skoðunum, hefir það sundrað mjög störfum og samtakamætti hennar, og þess vegna gengið svo grátlega seint að móta og rótfesta hina kristnu lífsspeki í huga og hjörtum manna. Mannasetningar og teygjanleg hugtök hafa hlaðizt utan- um hina hreinu og skýru kenningu Krists og fest sig við kirkjuna, eins og hrúðurkarl á fjörusteina. IV. Sá tími fer í hönd, að kristin kirkja um heim allan rísi upp í krafti köllunar sinnar, ein og óskipt, heimsfrið- inum til hjálpar, með þeim vopnum, er Páll postuli bendir henni á í Efes. 6, 13—17. En hvernig á þá kirkjan að starfa nú og framvegis? „Þjónið hver öðrum í kærleika“ er eitt af helgustu máttarorðum kristninnar. Eins og allt í boðskap Jesú til kirkjunnar, er það skýrt tekið fram, hvernig hún á að starfa og hvaða leið hún á að fara. „Farið út um allan heiminn, og kristnið allar þjóðir, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið.“ Það er umboð og erindisbréf kirkjunnar. Á þann hátt, með hlýðnisþjónustu kristniboðsins, sýnir kirkjan, að hún

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.