Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 50

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 50
140 KIRKJURITIÐ en við dirfumst engu að síður að treysta því örugglega> að gæzka Guðs streymi á móti okkur í allri tilverunni. eins og Jesús kenndi, og að við sjáum alls staðar vitnis- burð um vizku skaparans, mátt og kærleika, í ljósi sólar- innar, sem vísar okkur veg við annir dagsins og vekur jurtimar til lífs og gróandi, í dýrðarlitum náttúrunnar allt frá purpurabjarma morgunroðans til fíngjörðrar fegurðar blómanna, í tónum sönglistarinnar, í söng fuglanna, í fögn- uði barnsins, í fórnfýsi móðurástarinnar og dásamlegum hæfileikum mannsandans til að leysa gátur alheimsins og kanna lög náttúrunnar. Alls staðar í veröldinni og á hverju andartaki í lífi okkar eignumst við vitnisburð um undur- samlega tign Guðs, vizku og kærleika. Og Jesús frá Naz- aret er dýrlegastur allra votta um gæzku Guðs og föður- þel til okkar allra. Séra ThorvcHd KierTcegaard (prestur í Kaupmannahöfn) • ★ Séra Kristinn Daníelsson prófastur, fyrrum prestur að Söndum í Dýrafirði og að Útskálum, átti níræðisafmæli 18. febr. Hann hefir jafnan verið einn af ágffitis- mönnum íslenzkrar prestastéttar og henni til mikils sóma. Auk prestsstarfanna hefir hann látið mörg störf önnur til sín taka> meðal annars stjómmál. Var hann alþingismaður 1909—U 1913—19, forseti sameinaðs þings 1914—17. Fjöldi fólks sótti hann heim á afmælinu, enda er hann hinn vinsælasti maðut sökum mannkosta sinna og prúðmennsku. Kirkjuritið ámar honum blessunar Guðs.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.