Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 54

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 54
144 KIRKJURITŒ) sig í auðmýkt við hlekkina. Hljómur Líkabangar ómaði í eyrum, ekki aðeins Skagfirðinga, heldur allrar þjóðar- innar og vöktu hana að lokum af alda dvala. Þjóðin gat ekki sætt sig við, að réttlætinu væri fullnægt, þó að Kristján skrifari væri tekinn af lífi. Þjóðin gat ekki fremur en Jón Arason sætt sig við að vera „dæmd af danskri slegt og deyja svo fyrir kóngsins megt“. V. Þegar einveldið var knúð fram í Kópavogi 1662, mót- mæltu tveir helztu menn þjóðarinnar, Brynjólfur biskup og lögmaðurinn Ámi Oddsson, lögleysu þeirri og ofbeldi, er þar var beitt, en hinir dönsku dátar hófu þá byssurnar á loft. En sagan sýnir, að enn hafði þjóðin ekki gleymt því, sem henni var helgast, frelsinu. Á næstu öld komU fram vökumenn eins og Eggert Ólafsson, Skúli, Jón Eiríks- son o. fl., sem tóku upp hið fallna merki Jóns Arasonar, og þegar kom fram á 19. öldina, tók hver við af öðrum 1 baráttunni og helzt svo, þar til fullur sigur var unninn. Sem píslarvottur í baráttunni fyrir rétti þjóðar sinnar, sem síðasti varðmaður frelsisins, eða frumherji þess, á J°n Arason skilið að skoðast dýrlingur þjóðar sinnar. Hann einn hlaut þá tign að innsigla trú sína og föðurlandsást með blóði sínu. Það á vel við að reisa slíkum höfðingja minnisvarða einmitt nú, er sjálfsforræði þjóðarinnar á að vera að fullu fengið, en munum orð Matthíasar, er hann leggur Jóni Arasyni í munn áður en hann leggst á hÖgg' stokkinn. Það er bæn um að Drottinn láti spretta upp ^ blóði þeirra feðga „allt hið sanna og rétta, trú og frelsið foma, frægð og þrek og tryggðir". Það er á valdi okkar Islendinga, að sú bæn verði heynð- Með því að framfylgja henni minnumst við bezt JónS biskups Arasonar og sona hans. Með því reisum við þeitn veglegasta minnisvarðann.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.