Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 55

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 55
„Ferð um Norðurmúlaprófctstsdœmi". Athugasemdir. Við grein Dr. Áma Árnasonar: „Ferð um Norðurmúlapró- fastsdæmi“, er birtist í 3. hefti Kirkjuritsins, 15. árgangi, vil leyfa mér að gjöra eftirfarandi athugasemdir: 1- Hofteigsprestakall: „Kirkjur eru þar tvær, í Hofteigi og Eiríksstöðum.“ Svo segir í grein læknisins. Þetta er ekki rétt. Þ*r eru þrjár. Er ein þeirra í Möðrudal. 2. Sleðbrjótssókn: Um Sleðbrjótskirkju fer læknirinn svo- íelldum orðum: „Kirkjan er nýleg og einhver sú fegursta, sem yið sáum á ferð okkar. Var hún áberandi andstæða við þann éhuga á andlegum málum, sem lýsti sér í kirkjusókninm.“ Því að þar mætti enginn. En rétt áður í greininni er læknirinn búinn að geta þess, að fermingarguðþjónusta hafi farið fram í kirkjunni daginn áður, en daginn eftir var „lögboðin smala- mennska“. En það er þann dag, sem presturinn og læknirinn ®tluðu að flytja erindi sín. Er því furðulegt, að læknirinn skuli treysta sér til að dæma um áhuga safnaðarins í andlegum mál- Ure eins og sakir stóðu. Eða getur læknirinn búizt við, að fólk iil sveita geti sótt kirkju dag eftir dag, og það því fremur sem undanfarið vor hafði verið eitt hið versta, sem sögur fara at um þessar slóðir. 3- Hjaltastaðasókn: Um fylgd þá, sem læknirinn og fylgihð hens fékk frá þeirri sókn til þeirrar næstu, er farið mjög óvin- samlegum orðum. Er þar farið með dylgjur um okursölu á fylgd og hestlánum. Telur læknirinn, að vegalengd sú, er hon- um 0g liði hans var fylgt yfir, en það er leiðin frá ytri brú á Selfljóti undan Heyskálum til Njarðvíkur, en ekki frá Unaósi fil Njarðvíkur eins og læknirinn telur, taki aðeins tvo tíma. hann gefur jafnframt í skyn, að hestamir hafi verið svo lufir, að við það hafi tíminn lengst nokkuð. Fylgd þessi og hest- lun hafi kostað 255 krónur. En læknirinn athugar það ekkert,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.