Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 56

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 56
146 KIRKJURITIÐ að það fór fullkomið dagsverk í fylgdina með því að smala saman hestum og reiðtygjum. Því að slík útgerð er ekki til á hverjum einum bæ, að fylgdarmaður verði lagður til með fimm hesta. Auk þess tóku leiðangursmenn fylgdarmann og hestana traustataki lengri leið en tilskilið var og greiddu enga auka- þóknun fyrir. Hefi ég þetta eftir hreppstjóra hrepps míns, sem er faðir fylgdarmannsins. Fylgd þessi er því það lágu verði seld, að fáir myndu treysta sér til að telja hana nokkurt okur. Og öllu sæmilegra hefði það verið fyrir þenna leiðangur að þegja og borga reikninginn hljóðalaust, en að fara að munn- höggvast við unglinginn, sem fylgdi honum, út af ofháu verð- lagi á fylgdinni. Því vitanlega bar hann enga ábyrgð á reikn- ingnum, heldur foreldrar hans. Og svo heldur læknirinn áfram þessum verðlagsharmagráti þannig: „Það er annars dýrt að ferðast hér á landi. Fæði og herbergi kostar ekki minna en 50 krónur á dag og stundum meira, ef keyptar eru einstakar mál- tíðir. Þetta er útúrdúr en gæti orðið þeim til nokkurrar leið- beiningar, sem kynnu að hyggja á ferðalag um þessar slóðir.“ Er hér um vísvitandi blekkingu að ræða. Því segir maðurinn ekki beinum orðum, að það sé dýrt að ferðast á Austurlandi, því að það er það, sem hann á við? Fyrir því eru menn varaðir við að ferðast um Austurland eða „þessar slóðir“. Að öðrum kosti væru þessar verðlagsathuganir læknisins tóm meiningar- leysa. Ég veit ekki til, að nokkurt einasta gistihús austanlands taki 50 krónur á dag eða meira. Þau eru öll langt fyrir neðan það verðlagsmark. Og ekki þykir mér trúlegt, að leiðangurs- menn hafi þurft að greiða eina einustu krónu í uppihald innan Norður-Múlaprófastsdæmis. Enda er það að vísu ekki sagt 1 grein læknisins. Samkvæmt minni þekkingu eru hvergi til betn og ódýrari greiðastaðir á voru landi en á Austurlandi. 4. Almenn athugasemd: „Ég ætla mér ekki,“ segir læknir- inn, „að dæma um trúarlíf fólksins í þessum landshluta, enda væri það rangt. En hitt hefi ég ástæðu til að ætla, að kirkju- lífið sé þar sums staðar á leiðinni að fara í kaldakol. Það er ekki að undra, þótt svo fari í Hofteigsprestakalli, sem verið hefir og er prestslaust og sem nágrannaprestur, sem sjálfur hefir víðlent prestakall, á að þjóna.... Fólk sem fær ekki messu nema 2—3svar á ári venst af kirkjugöngum og týnir niður kirkjusiðum.“ Er hér ein blekkingin enn. Því segir lækn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.