Kirkjuritið - 01.04.1951, Síða 57
ATHU G ASEMDIR
147
irinn ekki hreint út, að hér eigi hann við Hofteigsprestakall
alveg sérstaklega. Því að það er það, sem hann á við, þótt
hann taki það fram, að hann höggvi ekki að neinum sérstak-
lega. Að trúarlífið sé að fara í „kaldakol" í Hofteigsprestakalli,
virðist læknirinn, meðal annars, marka á því, að fólk þar kunni
ekki kirkjusiði. Staðarhaldari Hofteigs og bróðir hans sögðu
mer, að eftir erindaflutning leiðangursmanna í kirkjunni hefði
orðið nokkur umræða um vankunnáttu safnaðarins í kirkju-
siðum. Hafði einhverjum orðið það á í messunni, að standa
ekki upp samkvæmt helgisiðum þjóðkirkjunnar. Fannst ýmsum
fátt um þessa athugasemd leiðangursmanna. Ég var þeim sam-
mála, og taldi líklegt, að við lokauppgjör yrði frekar spurt um
kristinn sið en kirkjusið. Og ég get fullvissað lækninn um það,
þann sið kunna menn engu ver í Norður-Múlaprófastsdæmi
en öðrum prófastsdæmum landsins. Jafnframt þessu vil ég vin-
samlegast benda lækninum á að lesa vandlega n. Mós. 23, 17.
f’ar segir svo: „Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birt-
ast frammi fyrir Drottni.“ Þetta stendur skrifað í hinu „heil-
aga orði“, sem læknirinn mun ekki efast um að sé Guðs orð.
Ekki virðist þar vera vart nokkurs ótta við aftrúun, þótt fólkið
komi ekki oftar saman. Vert er að veita því athygli, að ekkert
er tekið fram um það, hversu oft konur eigi að koma fram
fyrir Drottin. Ef til vill veit læknirinn það, þótt Ritningin geti
ekki neitt um það. Um konur munu fá ummæli vera til, sam-
kvæmt Ritningunni, önnur en þau, að þær eigi að láta sem
mlnnst á sér bera við safnaðarguðsþjónustur og helzt eigi þær
að vera með hjúpuðu andliti, ef þær birtist þar.
Þótt læknirinn telji sig ekki geta dæmt um trú manna í þess-
11111 landshluta, enda skoði rangt að gjöra það, þá hikar hann
fró ekki við að varpa dómi. Á öllu svæðinu finnur hann einn
trúaðan mann. Er það sóknarpresturinn í Skeggjastaðapresta-
kaUi, séra Sigmar Torfason. Ekki veit ég, með hvaða geislum
kann hefir gegnumlýst sál hans svo, að hann geti byggt dóm
Slnn á vísindalegum grundvelli. Eitt veit ég, að séra Sigmar er
góður og vandaður maður. En um trú hans get ég ekkert sagt
fremur en um trú annarra manna. En eitt er alveg víst, að
hefði séra Sigmar verið í sporum Dr. Árna Ámasonar og átt
að skrifa hliðstæða ferðasögu, þá hefði hún verið með öðrum
SviP og anda en ferðasaga doktorsins.