Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 64

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 64
Prófessor Magnús Már Lárusson: Fornt brotasilfur. AM 667, 4to, fragm. XIX. Margt er það, sem leynist í handritasöfnunum hérlendis og erlendis. Er ekki nema lítill hluti af handritaauðnum fullkannaður. Enda er það tímafrekt starf og því útláta- samt, ekki sízt þar sem handritin eru dreifð svo víða raun ber vitni um. En margt skemmtilegt og athyglisvert getur komið í ljós við það eitt að grípa niður í einhvern ákveðinn flokk handrita. Það má jafnvel segja, að Þa^ geti verið þeim nautn, er við þetta starfar. Handritin eru persónuleg. Úr þeim tala löngu liðnar kynslóðir og þylJa gömul og gleymd fræði. Höndin getur verið viðvaningsleg eða vel þjálfuð. Hún getur lýst skapbrigðum þess, er ritar, ef því er að skipta. Að skoða handrit er allt annað erl að lesa bók og handleika, þótt það geti einnig verið nautn- En spumingarnar, sem vakna við að skoða handritið, verða oftast nær miklu fleiri og ýtarlegri en þær, sem bókin kallar fram. Hún ber oftast með sér, hvar hún haft verið gerð, hvers vegna og af hverjum. En handritin eiga það til að vera þögul og nefna fátt af því, sem hugurinn gimist að vita. Skal nú með einu dæmi reynt að sýna,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.