Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 73

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 73
FORNT BROTASILFUR 163 ráð fyrir, að þýðing þessi hafi verið gerð hér á landi, íafnvel nokkuð snemma. Og sé þá höfð hliðsjón af hinum ^iklu samgöngum við Bretlandseyjar og Norður-Frakk- land á tímum Goðakirkjunnar. 1 þeim álfum væri helzt að fá keyptar bækur, miklu fremur en í Noregi. En perí- kóparöð þessi, sem drepið hefir verið á, var notuð í fjór- Um guðspjallamönnum heilags Cuthberts, d. 687, sem venjulega nefnast Codex Lindisfarnensis eftir klaustrinu aiikla í Lindisfame og eru geymdir í British Museum (rit. ca. 700). Bregður henni fyrir í enskum ritum eftir þetta, auk þess sem hún einnig er notuð á Frakklandi, eins og áður segir. Svo að eitt dæmi sé enn tekið, þá skal á það bent, að franskt handrit frá seinni hluta 12. aldar hefir ainnig varðveitzt hér í landi, en er nú nr. 618, 4to í Áma- safni. Em það Davíðssáimar og kaflar úr GT, sem glöggt bera með sér, að ætlaðir vom til tíðalestra, en eru á iatinu með fornfranskri þýðingu. Sbr. áðursagt um brevi- arium. Séu þessar athugasemdir réttar, þá má telja það líklegt, að fyrirmyndar þessa lectionarium sé að leita á ^vetlandseyjum. Þótt hér hafi verið stiklað á heldur stóm og tæpt á ýmsu, rúmsins vegna, þá vona ég, að mér hafi tekizt að kenda á, hversu mörg atriði megi draga fram við athugun ^ þessu eina broti, sem varðveitzt hefir fyrir tilstilli ekkju einnar vestur í Flatey á Breiðafirði og safnarans mikla, Árna Magnússonar. (Skýring: Breviarium: kaþólsk bsenabók. Homiliarium: k. predik- ariasafn. Lectionarium: safn af lestrum við messur. Períkópa: Texti Ur Ritningunni.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.