Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1951, Qupperneq 76

Kirkjuritið - 01.04.1951, Qupperneq 76
166 KIRKJUROTÐ Eigi er þýðing dr. Pilchers á Lilju í heild sinni með minm ágætum. Hefir hann, eins og getið er í formálanum, haft hlið' sjón af hinum beztu útgáfum og þýðingum kvæðisins, og af grundvallarritum um íslenzka kirkju og kristni, auk þess, sem hann hefir notið aðstoðar og leiðbeiningar ýmsra íslendinga beggja megin hafsins. Þýðandinn hefir því gengið til þessa verks af mikilli sam- vizkusemi, með djúpri alúð og virðingu fyrir þeim vanda, sem hann hefir með því færzt í fang. Og ávöxtur þeirrar viðleitni hans er þá einnig að sama skapi. Samanburður á þýðingunni við frumkvæðið leiðir það fljótt í ljós, að hún fylgir því trúlega um efni og málfar. Þýðandinn heldur bragarhætti kvæðisins, þó að hann hafi ekki talið fært að halda stuðlum og höfuðstöfum né hendingum hrynhendunn- ar. Eigi að síður hefir honum í ríkum mæli tekizt að ná hrynj- andi og hreim kvæðisins, tign þess og andríki. Þýðingum sínum af Sólarljóðum og Lilju fylgir dr. Pilcher úr hlaði með prýðilegum inngangsritgerðum, sem lýsa fagur- lega ást hans og skilningi á íslenzkum fornbókmenntum og helgikvæðum, samhliða víðtækri þekkingu hans á kirkjulegum bókmenntum miðaldanna almennt. Hann ritar einnig gagnorð- an inngang að úrvali því úr Passíusálma-þýðingum sínum, sem hann hefir tekið upp í þetta safn sitt, en meðal þeirra er hiu ágæta þýðing á versunum úr 12. sálminum („Pétur þar sat * sal“), þar sem hinum íslenzka blæ er framúrskarandi vel hald- ið, eins og ég hefi bent á í framannefndri ritgerð minni um þýðandann. Þýðing dr. Pilchers á hinum innblásna þjóðhátíðarsálmi séra Matthíasar, „Ó, Guð vors lands“, sem hér er birt endurskoðuð frá þýðandans hendi, má einnig teljast prýðisvel af hendi leyst- Með útgáfu þessa þýðingasafns síns, og ekki sízt með LiljU' þýðingu sinni, sem ein sér er ekki neitt smáræði, hefir dr. Pilcher enn á ný sýnt eftirminnilega í verki djúpstæða ást sína á íslandi og íslenzkum bókmenntum, og þakkarskuld vor við hann vaxið að sama skapi. Verður kynningarstarf slíkra manna sem hans í vora þágu seint fullmetið. Eins og sæmir innihaldi þýðingasafnsins, hefir hið virðulega útgáfufélag, sem þar á hlut að máli, vandað til þess um allan ytri búning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.