Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 4

Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 4
Hvítasuimnboðskapiir Alkirkjuráðsins Vér stjórnarnefndarmenn Alkirkjuráðsins heilsum bræðrum vorum í kirkjufélögunum. Á þessum afmælisdegi kirkju Krists skulum vér minna hverjir aðra á það, að kirkjan fæddist, er heilögum anda var úthellt yfir postulana og hann knúði þá til að boða öllum umhverfis þá máttarverk Guðs. Þannig rættist hið síðasta fyrirheit hins upp- risna drottins: „Þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur ijfir yður, og þér munuð verða vottar mínir bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samaríu og til yztu endamarka jarðarinnar. Kirkjan er líf í mætti heilags anda. Það er sá máttur, sem vér þörfnumst til iðrunar og endurnýjunar lífsins. Og sá mátt- ur gerir kirkjuna færa um það að veita þeim von, sem von- lausir eru. Þjóðirnar horfa óttaslegnar fram á ókunnan veg. Þung mannfélags vandamál, sem valda þjáning milljóna meðbræðra vorra, bíða enn óleyst. Þetta er ekki af því að vitið vanti né nokkuð almenna góð vild. Það er öllu heldur af því, að menn skortir mátt til þess að gjöra hið góða, sem þeir vita, að þeir eiga að gjöra. í lok Afvopnunarþingsins fyrir tveimur áratugum sagði for- seti þess: „Eins og nú standa sakir getur ekkert bjargað oss annað en trú .... Tálmanirnar eru ekki umhverfis oss, heldur í hugum vorum og hjörtum. Vér viljum ná takmarkinu, en vér þráum það ekki svo heitt, að vér viljum hætta neinu til þess að ná því.“ Svo er oss farið enn í dag. Vér þráum skilning og 'frið þjóða í milli. En vér getum ekki fengið oss til þess að greiða það, er til þess þarf. í kirkjunum finnum vér sanna þrá eftir endumýjun, einingu og boðun fagnaðarerindisins, en vér «ram engan veginn albúnir þess að fórna oss svo algerlega í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.