Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 8
198
KIRKJTTBITIÐ
Hver verð ég á morgun? Það er þó ekki úrleiðis að svipast um
á heimahlaði, og því er spurt. — Leiðin er að vísu vörðuð,
það eru allir á sömu göngu frá vöggu til grafar, fram til kross-
marksins, þar sem er innsigli lífsins bak við dauðann. Enginn
getur snúið við og gengið gegn þeim straumi kynslóðanna,
sem sýnist engin takmörk eiga sér. En þar á þó hver sitt fót-
stig, hver sín spor. — Sjá, þar er maðurinn. Og hér skyldi ekki
skipaður vilhallur dómur, heldur lagt á hlutlaust mat. Reyn-
um, þó að ekki sé nema stöku sinnum, að eygja oss sjálf í göng-
unni fram til krossins, sjá oss sjálf eins og vér komum fyrir
sjónir utan frá, eins og vér lítum út, þar sem vér erum örsmár
einstaklingur í hópnum mikla. Hversu mikið frá Pílatusi? Hvað
frá Pétri? Hvað frá fræðimönnunum? Og hvað frá lærisvein-
inum elskaða?
Slíkur mannjöfnuður gæti verið oss holl lexía. Guð gefi oss
vit og þrek og manndóm til að sjá í sannleika, í liverju oss er
áfátt, og hvernig guðsneistinn tendrast skærast í brjósti voru
Bjarni Sigurðsson.
Kenn mér að biðja.
Drottinn, það er svo erfitt að biðja. Kenn mér það. Hugur minn er
margskiptur og hvarflar víða vegu. Gef mér því einlægt bænarskap og
réttan vilja. Kenn mér að biðja af ölfu hjarta um það, sem er mikil-
vægara en alt annað, að þú ríkir meðal mannanna og í mínu eigin lijarta.
Ger mér Ijósan vilja þinn, svo að ég hafi skilning á að biðja þess, að ég
hlýðnist þér eins og ber. Gef mér kraft og þolgæði til að ganga veg þinn.
Kenn mér, Drottinn, að biðja fyrir öðrum og láta ekki stjórnast af eigin-
gimi í bæn minni. Drottinn, kenn mér að þakka þér og lofa þig í bæn
minni, og fyll hjarta mitt fögnuði. Bænheyr mig, er þér þóknast. Lat
mig treysta því að þú hlustir á bæn mína. Þú þekkir sjálfur þarfir mínar
og þrár betur en ég. Og þú skilur mig, þótt orð mín séu fátækleg.
Ebbe Arvidsson.