Kirkjuritið - 01.05.1957, Side 23
OKBIRGÐ - AUÐUR
213
er Kristur átti sína einlægustu áheyrendur, sína öruggustu
stuðningsmenn. Hið óbreytta alþýðufólk hlýddi á boðskap hans
með fögnuði, því að það fann hver hugur hans var til þess.
Farísearnir forðuðust fátæklingana. er ekki þekktu lögmálið, —
Kristur leitaði þá uppi. Ugglaust ekki fyrir þá sök fyrst og
fremst, að hann nyti þess svo sérstaklega að vera í félagsskap
fáfróðra manna, en hann fann, að þeir voru fúsir til að hlusta
á boðskapinn um Guðs ríkið án gagnrýni, er gegnsýrð væri af
öfund og illkvittni. Hann fann hjá þeim auðmýkt og meðvitund
um það, að hjá þeim væri ekki af miklu að státa, en það var
og er einmitt þess konar fólk og það eitt, sem Guð getur hjálp-
að. Fyrirmenn þjóðarinnar áttu yfirleitt ekkert annað aflögu
en umvandanir og ávítur til handa hinum fátæku og bersynd-
ugu bræðrum sínum. En Kristur ávítaði þá aldrei, engu frem-
ur en faðirinn í dæmisögunni ásakaði týnda soninn, er hann
kom aftur heim. Kristur ávítaði ýmsa aðra alveg afdráttar-
laust og án allrar tæpitungu, og þá auðvitað einkum þá, er
þóttust svo réttlátir, að þeir hlytu ávallt að standast í krafti
síns eigin ágætis. En ávallt, er umkomulítið olnbogabam kom
til Krists, var hann þess albúinn að reisa það og rétta við
með miskunn og mildi, — þeim mætti, sem mestur er á himni
og jörð. Hann sagði við þau hvert og eitt: „Guð, þinn himn-
eski faðir, hefir verið að bíða eftir þér, og nú fagnar hann
komu þinni, því að þú ert honum óumræðilega mikils virði.“
Já, þessi var í fáum orðum afstaða Krists til allra þeirra, sem
umkomulitlir voru og afskiptir um veraldarauð og ytri veg-
semdir hvers konar. En hver var þá hugur hans til yfirstétt-
ar og auðmanna? Hér er þá fyrst rétt og skylt að undirstrika
það, að því fer í rauninni víðs fjarri, að hjá Kristi verði vart
neinnar andúðar á þeim í sjálfu sér. Því fór víðs fjarri, að hann
forðaðist þá eða sniðgengi á nokkum hátt. Er þeir buðu hon-
um til máltíðar, fór hann gjarnan og gerði það úr þessum
tækifærum, sem unnt var hverju sinni. Hann lagði sig jafnmik-
ið fram um það, að verða Nikódemusi ráðherra að liði, er
hann leitaði hans, — eins og er hann átti tal við hina nafn-
lausu og villtu konu við brunninn í Samaríu. Hann hjálpaði