Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 25

Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 25
ORBIBGÐ - AUÐUR 215 er tengt, er og þess eðlis, að honum hættir mjög til þess að fylla algjörlega hug mannsins, svo að ekkert annað kemst þar að, og maðurinn verður þá þræll sinna eigin eigna. Á meðal eignamanna samtíðar sinnar rakst Kristur þá líka á alls kyns andstöðu og hindranir fagnaðarerindis síns: Stolt, fyrirlitning, sjálfumgleði, hégómagirni voru meðal þeirra hluta, er urðu Þrándur í götu þess, að Kristur og hugsjónir hans næðu yfirleitt tökum á auðmönnunum, og Kristur sagði ýmis alvar- leg og óþægileg orð bæði um ríka menn og beint við þá. Hann gerði þetta af því, að honum var annt um þá eins og alla aðra, en ekki fyrir þá sök, að hann hefði á þeim andúð eða óbeit, — slíkir hlutir réðu enda aldrei neinu um afstöðu hans til eins eða neins. En hann sá ákaflega vel þá hættu, sem eignir auð- mannanna stofnuðu þeim í. Hann vissi, að þeir voru því van- ir að allar dyr stæðu þeim opnar í krafti auðs þeirra, þeir gátu veitt sér allt það, er þeir óskuðu, og í undirvitund þeirra verður það álit því mjög auðveldlega til, að dyr himnaríkis hljóti þá á sínum tíma að opnast fyrir þeim eins og allar aðrar. En þar skjátlast þeim stórlega. Auðmaðurinn, er ávallt hefir treyst gjörningamætti gullsins, stendur hjálparvana frammi fyr- ir dyrum Guðs ríkis, því að auðmýkt en ekki auður er sá lykill, er lýkur upp dyrunum þar. Og hinum hvössu orðum Krists til auðmannanna var auðvitað ætlað að ýta við þeim og vekja þá til vitundar um hættuna, sem þeir voru staddir í. Það var t. d. ugglaust þetta, er vakti fyrir honum fyrst og fremst, er hann sagði, að auðveldara væri fyrir úlfalda að komast gegnum nálarauga en auðugan mann inn í Guðsríki. Já, svo djúpt dýfði hann árinni í, en strangleiki hans opinberar einmitt elsku hans til þessa fólks, er var í háska statt, án þess að hafa hugmynd um það. Já, þannig var það, Kristur elskaði alla menn, — auðmenn- ina jafnt og ekkjuna allslausu. Hann beitti aðeins mismunandi björgunaraðferðum, af því að ekki átti alls staðar hið sama við, en auðugir og snauðir, háir og lágir, þeir stóðu í rauninni allir jafnnærri hjarta hans, — áttu allir jafn greiðan aðgang að elsku hans. Já, þannig var það og þannig er það enn í dag.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.