Kirkjuritið - 01.05.1957, Síða 28
218
KIRKJURITIÐ
Það eru ekki til neinir eldri máldagar fyrir Holtastaðakirkju
en frá 1360, það er máldagi Jóns Eiríkssonar skalla, þar eru
kirkjueignirnar þær sömu og alltaf hafa verið.
1297 þegar sættin verður um Staðamálin, milli Árna biskups
og kirkjueigenda, þá á Holtastaðakirkja ekkert í heimalandi
staðar, enda hefir aldrei átt það. Deilan um Staðamálin var með-
al annars um það, að biskupar héldu því fram, að ef kirkjan
ætti ekki fasteignir, gætu kirkjueigendur eytt svo fé kirkjunnar,
að þeir gætu ekki byggt kirkjuna upp, þegar þess þyrfti. Varð
svo að sætt, að allir kirkjueigendur, þar sem kirkjan átti minna
en helming í heimalandi staðar, skyldu eiga kirkjuna áfram.
en setja eina eða fleiri jarðir að veði fyrir því að geta byggt
upp kirkjurnar. Þessar jarðir voru svo kallaðar kirkjujarðir og
stundum kirkjueignir. Mátti aldrei slíta þessar jarðir sundur.
Eignuðust því erfingjar oft helming, 1/3 eða 1/4 úr öllum
jörðunum.
Aftur á móti ef kirkjan átti helming eða meira í heimalandi
staðar, þá átti kirkjan sjálf að eignast allan staðinn.
Næst er máldagi Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461, þar
eru kirkjujarðirnar taldar þær sömu og hjá Jóni, þ. e. Kirkju-
skarð, Hvammur, Hamraland (síðar Hamrakot), hálfur Kag-
aðarhóll, Holtastaðareitur og ýmis ítök. Síðan eru svo lög-
festur fyrir rekaítaki á Skaga (Depli), hálfri selveiði í Blöndu-
ósi, allri veiði í Hnjúkasíki og skógarítaki, er nefnist Kálfeyri í
Blöndugili fyrir framan Rugludal.
Þetta þótti sumt mikilsvert þá, en er nú lítils virði.
Hve lengi Holtastaðir hafa verið í eigu afkomenda Holta
landnámsmanns, vita menn ekki. Samkvæmt sögu Lárentíusar
biskups býr hér á fyrri hluta 14. aldar Guðrún Þorsteinsdóttir,
ekkja Kolbeins riddara Auðkýlings, og svo Þorsteinn sonur
hennar.
Síðar eignast Jón Eiríksson skalli Holtastaðaeignina en átti
hana stutt.
Löngu síðar eða 1529 eignast Ari sonur Jóns biskups Ara-
sonar jarðirnar, er selur þær Páli Grímssyni sýslumanni 1586,
og býr hann hér í nokkur ár. Svo kaupir Jón Björnsson sýslu-