Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 29
HOLTASTAÐAKIRKJA
219
Holtastaðakirkja.
maður, sonur séra Björns Jónssonar biskups Arasonar, Holta-
staðaeignina árið 1567, og býr hér í mörg ár eða til 1593.
A þeim árum var biskupsfrú til Skálholts sótt hingað til
Holtastaða, það var Helga dóttir Jóns Björnssonar, hún gift-
ist Oddi biskupi Einarssyni. Þessari dóttur sinni gaf svo Jón
Björnsson Holtastaðaeignina eða lét hana að hálfu í heiman-
mund en að hálfu upp í arf. Var svo eignin lengi í eigu þeirrar
ættar, því Oddur fékk Árna lögmanni syni sínum Holtastaða-
eignina 1614. Árni afhenti Jóni syni sínum jörðina 1660, en
hann deyr barnlaus, og taka þá jörðina bræður hans, Jrar á
meðal Sigurður Árnason, og síðar synir hans, Árni, Hákon og
Bjarni. Líkur eru fyrir því, að Þorsteinn Hákonarson hafi gjört
eða látið gjöra hring þann, er enn er í kirkjuhurðinni á Holta-
staðakirkju, en hann er frá 1710, og verður hans síðar getið.