Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 32
222
KIRKJURITIÐ
nú er blómagarðurinn. Loks er svo þessi kirkja, sem hér er nú.
Hún var sett undir þak 1892 og svo lokið við hana seinni part
vetrar 1893, og hún vígð þá um vorið. Hefi ég hælt mér af
því að vera fyrsta barnið, sem fermt var í kirkjunni, því að ég
var fermdur sama vorið og sat fyrir börnunum, sem kallað var,
ekki er víst, að það hafi verið vegna þess að ég væri betur að
mér en hin börnin, því að presturinn lét börnin draga miða
með númerum.
Kirkju þessa létu þeir byggja faðir minn, Jósafat Jónatans-
son, og Stefán Jónsson á Kagaðarhóli, er átti þá 1/3 af Holta-
staðaeigninni, en faðir minn átti 2/3 hluta. Dætur Jóns Guð-
mundssonar á Holtastöðum voru þrjár og erfðu sinn 1/3 hlut-
ann hver úr Holtastaðaeigninni. Var Stefán giftur Guðrúnu,
en faðir minn Kristínu, en þriðja systirin, Margrét, sem var
gift Halldóri Egilssyni frá Reykjum á Reykjabraut, fór til
Ameríku, og þá keypti faðir minn hennar part.
Yfirsmiður að kirkjunni var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðár-
króki. Smíðaði hann margar kirkjur, svo sem: Sauðárkróks-
kirkju, Blönduóskirkju og margar fleiri.
Minnist ég þess, að þegar Þorsteinn smiður og lærlingur með
lionum komu að norðan frá Sauðárkróki veturinn 1893 til þess
að fullgera kirkjuna, þá fengu þeir blindhríð, en komust að
Móbergsseli (austast í Litla-Vatnsskarði) og gistu þar. Bjó þá
þar Hannes faðir Sveins Hannessonar skálds. Nú er sú jörð fyr-
ir löngu komin í eyði.
Sama daginn lagði á stað vestur Guðjón smiður Gunnlaugs-
son frá Vatnskoti í Hegranesi, hann ætlaði að vera við kirkju-
smíðið. Hann var alveg ókunnugur og villtist fram allan Víði-
dal, en hitti á Mjóadalsskarð, og komst að Mjóadal um kvöldið.
Þorsteinn og maðurinn, sem með honum var, komu hér snemma
næsta dag, en þá vantaði Guðjón, og var talað um að fara að
leita að honum, en þá kom hann seint um daginn. Síðan höfðu
smiðirnir það að orðtaki, ef einhver var sendur og þótti seinn
í förinni: „Hann hefir farið Mjóadalsskarð."
Kirkja þessi er mjög traustbyggð. Eru viðir miklu sverari en
almennt gjörðist á þeim tímum, t. d. eru allar stoðir og bind-