Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 37

Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 37
UM KIBKJUORGEL OG KIRKJUSÖNC 227 falt lag, sem virðist mjög lítilmótlegt og óáheyrilegt, ef það er leikið á harmóníum, getur hljómað dásamlega á pípuorgel. Þetta er eðlilegt og byggist á því, hvemig tónarnir em myndaðir í þessum mjög svo ólíku hljóðfærum að gerð, en sem geta myndað furðu keimlíka tóna. I harmóní- um er kannski tónninn myndaður með því að setja á hreyfingu tveggja þumlunga langa koparþynnu, svonefnda tónfjöður, sami tónn er myndað- ur í pípuorgeli með því að blása lofti inn í sextán feta langa trépípu, sem er eins og meðal hússtrompur að vídd. I orgelpípunni myndast tónninn mjög á sama hátt og í barka mannsins. Þetta veldur því, að fólki finnst miklu auðveldara að syngja með pípuorgeli heldur en með t. d. har- móníum. Sömuleiðis veldur það því, að kórsöngur hljómar betur, verð- ur hreinni og eðlilegri með orgelundirleik. Þeir, sem eitthvað þekkja til, vita þetta ofurvel, en ég er að segja þetta við þá, sem hafa talið harmóníum fuilgott hljóðfæri í kirkjurnar. Með þessu er ég þó ekki að lasta hannóníum. Víða er alls ekki hægt að koma öðru hljóðfæri við, og pípuorgel eru dýrari. Hins vegar eru pípuorgel miklum mun endingar- betri, því að ég get ekki ímyndað mér, að í nokkurri kirkju úti á landi, eða í kauptúnum, standist harmóníum loftslagið án þess að láta á sjá til lengdar. Því þar er ekki um upphitun kirkju að ræða að jafnaði. En ég tel hiklaust, að fara beri þá leið, ef verið er að fá nýtt hljóðfæri í kirkju, að fá þá pipuorgel, ef þess er nokkur kostur. Rafnmagn er nú sem óðast að komast um allar byggðir landsins, en flest pípuorgel eru byggð með það fyrir augurn. Þó er hægt að fá þau með loftkerfi, sem knúið ex með fótunum. Og fleiri og fleiri ungir menn læra nú orgelleik við söngskóla þjóðkirjunnar, svo það ætti ekki verða hörgull á organ- istum innan tíðar. ÞegaT þetta þrennt er komið í rétt liorf í kirkjum vorum, þ. e. pípu- orgel, góður organisti og söngflokkur, þá tel ég að rnikið hafi á unnizt. Það er stundum sagt, að maður geti kynnzt náunganum bezt með því að skoða bókaskáp hans. — Ég vil segja: Lítið á kirkjumar, ef þið viljið kynnast menningarstigi þorpsins, sveitarinnar eða borgarmnar. Þar sem kirkjan er fögur og vel um gengin, með hæfilega stóru hljóðfæri og vel þjálfuðum söngkór, þar mun og vera fólk á háu menningarstigi á mæli- kvarða vestrænna þjóða. Sú þjóð, sem ekki virðir trúarbrögð sín, verður aldrei mikil þjóð. Það fyrsta, sem okkur ber, er að hafa kirkjumar vel útlítandi og öll skilyrði til guðsþjónustu sem allra bezt. Ég hefi gmn um, að margir söfnuðir hér á landi hafi nú áhuga á að fá sér ný hljóð- færi í kirkjur sínar. Til þess að hvetja þessa söfnuði til bjartsýni og framtaks, vil ég skýra í örfáum orðum frá því, hvernig okkur á Patreks- firði gekk að ná í hið nýja pípuorgel, sem nú prýðir kirkjuna þar. Það

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.