Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 443 var svo fyrst haldið til Getsemane — og þar skoðuð allra þjóða kirkja og garðurinn með hinum ævafomu trjém. Stundin, sem ég átti þar, snart mig óvenju djúpt, og hvergi finnst mér ég hafa komizt frelsaranum nær. Kirkjan er dásamleg í tign sinni og einfaldleik, kyrrðin og friðurinn vefur sig um mann, hálfrökkrið heillar. Og að krjúpa fyrir framan altarið, við hvítu kalksteinsklöppina, þar sem Jesús sjálfur kraup í angist sinni — hvað fær á við það jafnazt? Svo göngum við út í hitann og sólskinið, og útsýnið er fagurt, Kedrondalurinn framundan og Austurmúrinn gnæfir beint á móti. Við nemum staðar fast hjá hinum fornu trjám í Getsemane. Enginn getur sagt um aldur þessara trjáa, því að ný vaxa sifellt af rót- um hinna gömlu, svo að i raun og vem em þau allt frá dögum Jesú. Fararstjóri okkar les frásögn Nýja testamentisins um Jesú i grasgarðinum — en þvi næst söng norska fólkið sálm sinn um Getsemane, sem hljóm- aði áhrifaríkt og fagurlega þama í morgunkyrrðinni. Af öllu þvi marga og mikla, sem fyrir augu bar í Landinu helga, verður mér hinn blessaði morgunn í Getsemane dýrmætastur og ógleymanlegastur. — Til Olíu- fjallsins og Betaniu var nú för stefnt og á Oliufjallinu skoðuð kapellan, sem geymir stokkinn með fótspori Jesú í hvitan kalksteininn — siðasta spori hans hér á jörðu. Og útsýnin frá Olíufjallinu — hún er stórkostleg. Borgin blasir við og í fjarska fjallaauðn Júdeuhálendisins óregluleg, kulda- leg og hrikaleg. En litil timi var til að horfa i kringum sig — gengið var inn í Patemosterkirkjuna, þar sem faðirvorið er skráð á 40—50 tungum — síðan haldið til Betaníu og grafar Lazamsar. Eftir hádegi þennan sama dag var ferðinni heitið til Betlehem, sem er í 9 km. fjarlægð frá Jerúsalem. Stórbrotið landslag og næsta auðnarlegt — vegurinn ýmist steypist niður í djúp dalverpi eða liggur uppi á háum hæðum. Söguminningar vaka meðfram vegi: vitringalindin, þar sem vitr- ingamir frá Austurlöndum sáu stjömur við sér blika, múrar Elíasar- klausturs, grafhýsi Rakelar o. fl. Svo kemur Betlehem i ljós, borgin á Júdeu- hæðunum, en nafn hennar er fastar mnnið inn í hemskuvitund okkar en flest annað. Nú var hún þarna ljóslifandi með húsunum sínum mörgu, sem stóðu í aldinlundum upp eftir hliðunum. — Við ökum inn á stein- lagt torgið fyrir framan Fæðingarkirkjuna, en jafnskjótt og við höfum yfirgefið bílana, er okkur gefið merki um að nema staðar. Likfylgd er að koma, kista hins látna borin hátt, næstir henni aðstandendur, siðan löng fylking munka á öllum aldri í siðkuflum sinum. Kom það nokkuð á óvart að vera sjónarvottur þessa hér, en fyrir bragðið er Betlehemshug- myndin enn fjölbreyttari. Fæðingarkirkjuna lét Konstantín keisari byggja um 330 e. Kr. og er hún talin einhver elzta kristna kirkjan í heiminum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.