Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 44
474 KIRKJURITIÐ Kolbeinssíaðakirkja er vönduð og fögur steinkirkja, reist 1933 af stórhug og myndarbrag, og söfnuðinum til mikils sóma. Hún á margt góðra gripa, og eru ýmsir þeirra gjöf frá burtfluttum Kolhreppingum og konum safnaðarins. Alt- aristafla er máluð af Brynjólfi Þórðarsyni listmálara eftir frummynd Carls Blocks: Kristur flytur Fjallræðuna. Tveir rafljósahjálmar úr tré eru í kirkjunni, prýðilegir munir, annar útskorinn af Bikarði Jónssyni, hinn er gjöf frá sóknar- presti og frú hans. Kirkjan á silfurkaleik fornan með mynd- skreyttri stétt, ágætan grip. Vel æfðir kórar syngja í kirkjum prestakallsins, og hefir sóknarprestur mjög annazt um söngstjórn. Biskup visiteraði seinna sama dag Rauðamelskirkju, sem er snotur timburkirkja með turni, byggð 1886. Skammt frá henni og til mikillar prýði er trjálundur, sem hefir verið gróðursettur i niðurlögðum grafreiti. Kvenfélagið Eyja í Eyjahreppi hefir gefið kirkjunni altarisklæði, nýtt og gott. Safnaðarfulltrúinn, Gestur Guðmundsson bóndi á Bauðamel, hefir verið meðhjálpari kirkjunnar nær 40 ár. Þegar samþykkt var á safnaðarfundi 1934 að flytja sókn- arkirkju Miklaholtssóknar að Fáskrúðarbakka, kunnu ýmsir þvi illa, að engin kirkja yrði í Miklaholti. Gjörðust því nokkr- ir menn hvatamenn þess, að ný kirkja yrði reist í Miklaholti, og lögðu til þess nægilegt fé. Var það gjört á árunum 1945 —46, kirkja vígð það ár og jafnframt afhent söfnuðinum ásamt tveimur sjóðum til viðhalds henni. Kirkjan er úr stein- steypu, ekki stór, en prýðilegt og vandað hús, með steyptum brúnum og krossi á þaki. Altaristafla er mynd af brúðkaup- inu í Kana, máluð af Kurt Zier kennara við Handíðaskólann í Beykjavík. Hún er gjöf til kirkjunnar. Af öðrum gjöfum má t. d. nefna stóran Ijósahjálm úr kopar, tólfarma, mjög fagran. Til þessarar vísitazíu kom héraðsprófasturinn, séra Sig- urður Lárusson frá Stykkishólmi, og fylgdi hann biskupi síð- an á allar kirkjur prófastsdæmisins. Biskup gat ekki messað í FáskrúSarbakkakirkju, þar eð hún

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.