Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 473 annaðist af mikilli prýði Valtýr Guðjónsson háskólanemandi frá Svarfhóli. Lék hann einnig við guðsþjónustu í Alftár- tungukirkju. Allmörgum dögum síðar, 2. og 3. ágúst, vísiteraði biskup Borgarprestakall, sem séra Leó Júlíusson þjónar, fyrri daginn Álftaneskirkju og Álftártungu. Álftaneskirkja er timburkirkja með forkirkju og turni, reist 1904, með miklum myndarbrag. Henni hefir verið lítt við haldið, og þarfnast hún nú gagngerðra endurbóta bæði utan og innan. Getur hún þá aftur orðið veglegt Guðs hús. f sókninni eru ekki nema um 40 manns. Meðal gripa kirkj- unnar eru 8 arma koparhjálmur og koparstjakar á altari. Álftártungusókn er einnig mjög fámenn, og hefir henni veitzt erfitt viðhald kirkju sinnar, sem er orðin meira en 80 ára gömul. Getur hún naumast talizt i messufæru standi á vetrum. Mjög hefir komið til tals að sameina Álftártungu- sókn og Álftaness og reisa eina nýja kirkju á þeim stað, er samkomulag verður um. Virðist margt mæla með því. Nýleg altaristafla er i Álftártungukirkju, mynd af Kristi, er hann blessar ungbörnin, eftir Ásgeir Bjarnþórsson listmálara. Kirkjan aS Borg var vísiteruð sunnudaginn 3. ágúst. Fyrir 7 árum var hún flutt á fegri stað og grunnur steyptur undir hana. Fyrir framan hana og íbúðarhúsisð er mjög vönduð girðing og trjágarður og blóma í ágætri umhirðu, svo að til fyrirmyndar er. Altaristafla kirkjunnar er mynd af Kristi, er hann blessar bömin, fagurt listaverk, málað af W. Colling- wood, nafnkunnum málara enskum, er var hér á ferð um aldamótin síðustu. Annar gripur ágætur var henni gefinn við vísitazíuna, krossmark fagurlega útskorið af Bjama Kjart- anssjmi, gaf hann sjálfur til minningar um afa sinn, séra Þorkel Eyjólfsson prest að Borg. III. Snœfellsnesprófastsdœmi. Vísitazía biskups um Snæfellsnesprófastsdæmi hófst með komu hans 24. júli að Kolbeinsstöðum í Miklaholtsprestakalli, sem séra Þorsteinn Lúter Jónsson í Söðulsholti þjónar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.