Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 22
452 KIRKJURITIÐ Það gerðist á stríðsárunum, að japanskur herforingi sagði herdeild sinni, að hann vantaði, að mig minnir, 50 menn til að fara ákveðna för. . . . Enginn þeirra mundi koma til baka. . . . Allir hófu hendur á loft. Þeir voru reiðubúnir að deyja fyrir land sitt. Viljum vér lifa fyrir það? Vér getum ekki gert það betur en að hlusta eftir rödd Krists og hlýðnast honum í hverju máli. Og breyta við aðra að dæmi hans. Hann er einmitt að koma til að kveðja oss til fylgdar við sig, oss til heilla og þjóðinni til farsældar. Skólaskyldn — þegnskylda. 1 öllum unglingaskólum landsins eru á hverju ári nokkr- ir, sem alls ekki ættu þar að vera. Eru aðeins til þess neydd- ir af skólaskyldunni. Þeir hafa enga löngun til að læra skyldu- námið, geta það sumir heldur ekki að neinu verulegu leyti. Þeim finnst þeir vera í eins konar stofufangelsi, verða gram- ir og leiðir, reyna að drepa tímann með ókyrrð, ef ekki ólát- um. Spillast við þetta og spilla á stundum félögum sínum líka. Allir vita, að þessir unglingar ættu að vera við einhver nytjastörf. Það er margsannað, að margir, sem litið geta lært á bók, verða oft mestu dugnaðar- og trúleiksmenn í verki. Margur lærður maður hefir að mikilleik ekki haft tærnar þar, sem þeir beztu þeirra höfðu hælana. Hér er brotalöm og slæmur galli á skólakerfinu. Er ekki athugandi að taka upp þann hátt, að þeir, sem skólastjórar telja í þessum hópi, megi sleppa úr prísundinni a. m. k. 12 ára, enda læri þeir síðan hæfilega iðju eða vinni eitthvað við sitt hæfi. Hinn ágæti verknámsskóli er spor í þessa átt, en ekki nógu stórt. En að þessu sinni ætlaði ég einkum enn að vekja máls á hinni gömlu og góðu hugmynd um þegnskylduvinnuna, ekki aðeins fyrir þá, er nefndir hafa verið, heldur alla unglinga. Ég heyrði nýlega í útvarpinu, að enn skaut upp gömlu „rök- semdinni“ gegn þegnskyldunni, sem felst i vísu Páls Árdals:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.