Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 30
460
KIRKJUEITIÐ
þess að uppskera lífið með Honum. Helgisögnin segir frá
lítilli stúlku, er sat í innsta sætinu á stórri dómkirkju. Er
offrið var tekið, bað hún þess, að fórnardiskurinn væri settur
niður á gólfið. Síðan sté hún á hann, lyfti augum mót altar-
inu og sagði: „Ó, Guð, ég gef þér sjálfa mig“.
I þessum anda ber oss að helga fjármuni vora þjónustunni
við Guð. Og hér ræðir ekki aðeins um peninga heldur tíma,
gáfur, starf og kraft, erfiði, svita, blóð og tár. Ef vér helgum
þannig einhverju starfi, hvort heldur beinlínis tíma og erfiði,
eða óbeinlínis fjármuni, sem eru tákn þessara gilda, þá höfum
vér brennandi áhuga á því verki, -— hjarta vort er þar. Hjarta
þitt og sál þín er í kirkjunni, hafir þú fólgið þar fjársjóð þinn.
Hjörtu vor eru einnig í trúboði kirkjunnar að sama skapi og
vér helgum því bænir vorar, fræðslu og fjármuni.
Móðir nokkur, sem misst hafði bam sitt, játaði, að þótt hún
gæti aldrei sigrazt á söknuði sínum, hefði hún samt áunnið
annað, sem væri ómetanlegt. Áður var himinninn mér nafnið
tómt. Nú „er hjarta mitt þar, því að þar er fjársjóður minn“.
Þegar vér fórnum Jesú einhverju, sönnum vér sannarlega,
að „sælla er að gefa en þiggja“. Með þvi að gefa honum allt,
felum vér honum hjörtu vor. Þegar fjársjóður hjarta vors er
í höndum hans, er trúin og kirkjan og starfið oss hjartfólgið.
Hugsjónar „umboðsmennskunnar" (Stewardship) gætir nú
um allan heim, en hún er grundvölluð á boði Drottins sjálfs
og lögð frumkirkjunni á hjarta af postulunum. (Sjá t. d. 1.
Pét. 4, 10—11). Nú á tímum færist hún æ í aukana. Það er
sannfæring mín, að einnig má glæða þá hugsjón innan þjóð-
kirkjunnar, og mér er hvert merki hennar innan islenzku
kirkjunnar til fagnaðar. M. a. þótti mér vænt um að heyra,
hve herra biskupinn, Ásmundur Guðmundsson, lagði ríka
áherzlu á hinn almenna prestsdóm við opnun fyrsta kirkju-
þingsins í haust.
Því betur sem kristnum mönnum verður ljóst, að kirkjan
er ekki prestafélag, ríkisstofnun, né fagurt og veglegt guðs-
hús, heldur félag allra, sem trúa á Krist, þeim mun skýrari
verður mönnum hugsjón ráðsmennskunnar. Þegar allir með-