Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 36
466 KIRKJURITIÐ Um þetta geymist fögur saga í þjóðlífi voru. Saga prests- setranna er fagur kapítuli í menningarsögu þjóðar vorrar. Hátíð var haldin, er séra Björn árið 1910 kvæntist konu sinni, Guðrúnu Sigríði Ólafsdóttur prófasts í Hjarðarholti. Þá var honum gefin sú gjöf, er blessun fylgdi. Börnunum var fagnað, og þau eru: Ólafur prófessor og alþingismaður, Ingi- björg kona Þórarins Sigmundssonar bónda í Hraungerðis- hreppi, Þorbjörg, starfandi í Landsbankanum, og Ásthildur, ekkja Steins Steinars skálds. Gleðistundum var fagnað á fögru heimili. En þangað kom hin sára sorg. Konu sína missti séra Bjöm eftir 8 ára sambúð. Þungt var áfallið, en rik var huggunin. Aftur var heimili stofnað árið 1930, er hann kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Valgerði Jóhannsdóttur frá Torfustöðum í Svartárdal. Hefir hin ágæta kona hans tendrað hátíðarljósin og vakið gleði hjá manni og bömum, en þau hjónin hafa einnig verið samhljóma í böli og i nauðum. Dætur þeirra eru Guðrún Sigríður, sem gift er Jóni Beyni Magnússyni verk- fræðingi, og Ólafía Birna, gift Jóni Ólafssyni lögfræðingi. Sólarstundum var fagnað. En himininn var einnig skýjað- ur. Séra Björn var glaður í voninni, en hann var einnig þolin- móður i þjáningunni. Baráttu hans er lokið, og kvaddur er hann af kirkju Islands. Minning hans er í heiðri geymd hjá prestastétt landsins. Það er i anda hans, að vér biðjum: „Gef, að blómgist, Guð, þín kirkja“. Minningin um góðan prest er umvafin hirtu þakklætis þeirra, er starfs hans hafa notið. Drottinn Guð sé söfnuðum hans sól og skjöldur. Ég bið konu hans, börnum, tengdabömum, barnabörnum, systkinum hans og vinum öllum blessunar Guðs. 1 friði kvaddi séra Bjöm þenna heim. Síðasta orðið, er til hans heyrðist, var nafnið Jesús. Bænin var heyrð: Gef það blessað nafn ég nefni, nær ég seinast héðan fer. Ég kveð kæran vin og starfsbróður með þessum orðum heil- aðrar ritningar: „Þinn elskaði bróðir og trúi samverkamaður í þjónustu Drottins“. Bj. J.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.