Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 469 Hún á marga ágæta muni. M. a. hafa þau hjónin, Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður og frú Ingunn Sveinsdóttir, gefið henni forkunnarfögur messuklæði, gjörð af frú Unni Ólafs- dóttur, altarisklæði og altarisdúk, og skírnarfont úr eik og birki, mjög útskorinn af listamanninum Ríkarði Jónssyni. Frá messu um kvöldið í Akraneskirkju var ekið upp að Görðum. Þar hefir verið reistur turn mikill, er áður var kór Garðakirkju. Uppdrátt gjörði sóknarpresturinn, séra Jón M. Guðjónsson, sem á siðari árum hefir mjög barizt fyrir vernd- un kirkjulegra sögustaða og er bæði hugkvæmur og smekkvís. Biskup flutti vigsluræðu og afhenti turninn presti og söfnuði til varðveizlu. Héraðsprófastur talaði einnig. Kirkjukór Akra- neskirkju söng. Næstu þrjá dagana vísiteraði biskup kirkjurnar fjórar í Hvanneyrarprestakalli, sem ungur prestur þjónar, séra Guð- mundur Þorsteinsson. Fitjakirkja í Skorradal er lítil, enda söfnuður hennar mjög fámennur. Hún er bændakirkja. Stendur á fögrum stað. Svo er einnig um Lundarkirkju í Lundarreykjadal. Prýðir það mjög, að fyrir framan hana hafa verið gróðursettar ýmsar trjátegundir, svo sem fura, greni, lerki, reynir og birki. Hvanneyrarkirkja er ríkiskirkja. Mikil aðgerð fór fram á henni fyrir 2 árum, og er hún í prýðilegu standi, raflýst og rafhituð. Henni hefir verið gef- inn mikill fjöldi af ágætum gripum, og er hún að öllu hin vistlegasta. Yfir altari er stór og fögur mynd af Kristi upp- risnum. Málaði Brynjólfur Þórðarson listmálari. Bæjarkirkja er einnig raflýst og rafhituð og máluð nýlega bæði utan og innan. Hún er helzt til lítil fyrir söfnuðinn, tekur aðeins 40 í sæti. Er því vaknaður mikill áhugi á því að reisa nýja kirkju í Bæ, og má vænta þess, að framkvæmdir hefjist áður en langt um líður. Kirkjukór söng undir ágætri stjóm organ- leikarans, Bjarnar Jakobssonar kennara á Varmalæk, sem á undanförnum árum hefir mjög eflt kirkjusöng í héraðinu af frábærum áhuga og dugnaði. 1 Reykholtsprestakalli vísiteraði biskup dagana 15.—17. júlí. Þar hefir séra Einar Guðnason þegar verið prestur í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.