Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 475 var nýmáluð innan. En kirkjuskoðun fór fram engu að síður. Kirkjan er steinkirkja með útbyggðum kór, forkirkju óg há- um turni, fögur, í rómönskum stíl, veggir hraunaðir, silfur- gráir á lit. Altaristafla er mynd af Kristi í Emmaus, máluð af Brynjólfi Þórðarsyni, mjög fögur, gjöf frá kvenfélagi sókn- arinnar. Ennfremur hafa konur gefið skírnarfont ágætan og marga fermingarkyrtla. Er það einkum konum að þakka, að slíkir kyrtlar munu nú vera í flestum kirkjum landsins. Næstu daga, 26.—28. júlí, vísiteraði biskup þær kirkjur, er hann hafði þjónað fyrr, Stykkishólms, Helgafells, Breiða- bólsstaðar, Narfeyrar og Bjarnarhafnar. St-ykkishólmskirkja er nú um 80 ára gömul. Fór fram gagn- ger aðgjörð á henni fyrir 7 árum, og er hún í ágætri hirðu, bæði raflýst og rafhituð. Kórgólf allt klætt vönduðum dúki. I kirkjunni er nýtt pípuorgel frá Þýzkalandi, sem kostaði um 100000 kr. Hófst fjársöfnun að frumkvæði organleikarans Víkings Jóhannssonar til kaupa á því um haustið 1956, en vorið eftir var orgelið komið og að fullu greitt. Ennfremur á kirkjan margar ágætar minningargjafir, svo sem kaleik, patinu, oblátuöskjur og messuvínskönnu, allt úr skíru silfri. Fjölmennur kór syngur í kirkjunni, og er söngstjóri hans Öl- afur B. Jónsson héraðslæknir. Helgafellskirkja er timburkirkja, reist að tilhlutun séra Sig- urðar prófasts Gunnarssonar af smekkvisi og miklum mynd- arskap árið 1903. Var þá hár og fallegur tum á henni. En sniðið hefir verið seinna af spíru hans og honum stórspillt. Hefir sóknarnefnd nú fullan hug á að bæta úr þeim lýtum. Að innan c?r kirkjan vistleg, og eiga þátt í þvi margir olíu- lampar á veggjum hennar. Að öðm leyti er hún hituð „Kósan“-gasi, og reynist sú hitun góð og ódýr. Myndi hún henta hið bezta mörgum kirkjum á Islandi. Prédikunarstóll Helgafellskirkju er forn og málaðar á hann af mikilli list myndir af Kristi, Jóhannesi, Pétri og Nikulási postulum. Meðal gripa kirkjunnar er sextán arma koparhjálmur, mjög stór og þungur, frá 1736. Við vísitazíuguðsþjónustuna var kirkjunni færð að gjöf frá söfnuðinum Guðbrandsbiblía.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.