Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 16
446 KÍRKJURITIÐ vatns. — En hér við Genesaretvatnið var vagga kristindómsins. Hér gekk Jesús um, kenndi, læknaði sjúka, gerði kraftaverk. Blómstrandi byggðir voru þá þar sem nú er auðn. En vatnið er hið sama og það var á dögum Jesú, og við okkur blasa nú fjöllin og umhverfið, sem hann hafði daglega fyrir augum. Akursins liljugrös ljóma meðfram vegi eins og fyrrum, og fuglar himinsins kljúfa vegu loftsins sem fyrrum. Hitinn gerist nú allmikill, enda komið langt niður fyrir sjávarmál, og gott er að sitja í forsælu stóru trjánna í veitingagarðinum í Tiberías. Borgin Tíberías stendur við Genesaretvatnið — einnig reist af Heródesi Antípas á Krists dögum. Það er nú baðstaður og ferðamannabær, skemmti- bátar skriða um vatnið, og fjöldi fólks stundar sund af mesta kappi. Að máltíð lokinni var svo haldið lengra út með vatninu — til Kapernaum, til borgar Jesú. Að vísu er hér ekki lengur um neina borg að ræða, held- ur rústir einar. Hér höfðu staðið hús Símonar Péturs, hús Jairusar sam- kundustjóra, þar sem Jesús vakti upp dóttur hans 12 ára gamla, hús Matt- eusar tollheimtumanns o. fl. Hér gerðust svo margir af atburðunum, er við lásum um og heyrðum sem börn í Bibliusögunum okkar. — Við skoð- um muni, sem grafnir hafa verið úr jörðu: Kvamir til kornmölunar, oliu- pressur og önnur áhöld. En mesta athygli vekur og áhrifamest er að koma i rústir samkunduhússins, sem Fransiskanar hafa grafið upp og vera mun hið sama og á dögum Jesú. Ágætur fomleifafræðingur — Gyðingur —, sem mælti á þýzka tungu, útskýrði allt, sem fyrir augu bar, en dvöl okk- ar á þessum helga, friðsæla og indæla stað við vatnið lauk með andagts- stund. Og þegar haldið er af stað upp í hálendið á ný, bregður fyrir hœS sœluboSananna — þar sem fjallræðan varð til. — Hvað eftir annað kemur Genesaretvatnið í ljós, enda þótt við álitum, að nú sé það okkur að fullu horfið. En bilunum skilar greiðlega i áttina til strandar — KarmelfjalliS birtist — við ökum um útborg Haifa, því næst aðalborgina, en við bryggju biður okkar Brandur VI., til þess að flytja okkur á leið heim. — Dvöl okkar í landinu helga er lokið. Við höfum verið þar á ferð, þegar sólin er búin aS brenna landið í sex mánuði — en þar sem vatnið nær að vökva hina þyrstu jörð — þar er gróskan og lifið. ísraelsmenn með sína risa- vöxnu vatnsveitur og fjölbreyttu tækni eiga í þessu eins ,og flestu öðru al- gera sérstöðu á meðal þjóðanna í nálægum Austurlöndum. Við ókum í Israel yfir geysivíðáttur, sem voru hreinn aldingarður yfir að lita. Og þeir höfðu þegar haft 2 eða 3 uppskerur, og plægðu enn og sáðu, því að nú var regntiminn í nánd. Margs konar hugsanir vakna á ferð um nálæg Austurlönd — þegar ekið er klukkustundum saman um tóma eyðimörk, sem er þó í raun og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.