Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 457 og allt, sem á henni er (Dav. 24, 1.). Með öðrum orðum: Guð, sem er skapari allra hluta, á kröfu til alls: Eigna vorra jafnt og gáfna vorra og starfskrafta. Allt, sem vér höfum, er oss aðeins tímabundið í hendur falið, smbr. hinar alþekktu dæmi- sögur um pundin og talenturnar. (Lk. 19. og Matt. 25.). Ber oss því að standa Guði skil á vöxtunum af fé því, er hann hefir léð oss. Og oss ber að verja þannig lífi voru og eignum, að Guðsríki komi og vilji hans verði svo á jörðu sem á himni. íslenzk-lútersku söfnuðirnir vestan hafs söfnuðu miklu fé í gamla daga með „basar“-haldi, hlutaveltum og öðru slíku. En á síðustu áratugum hefir oss orðið ljósara, að fólki er miklu geðþekkara að gefa aðeins af frjálsum vilja. Oss er að skiljast, hve blessunarríkt það er að gefa sakir þess, að vér elskum Guð, sem liefir elskað oss að fyrra bragði. Vér sjáum, að raunar erum vér aðeins að skila Guði nokkru af því, sem hans er, hvort heldur tíma vorum, hæfileikum eða fjármunum er til að dreifa. Samt hugsar maður á stundum: En hvað það væri dásam- legt, að hafa engar áhyggjur út af fjármálum safnaðanna. Mikill væri sá léttir, ef einhverjir greiddu reikningana, eða skattarnir nægðu líka til þess. Þegar ég sagði sóknarbörnum mínum, að ég væri á förum þangað, sem ríkið greiddi prest- unum launin, fannst þeim í fyrstu það vera hreinasta sælu- ástand. En eftir að vér höfðum rætt það um stund og hugsað það örlítið nánar, rann það upp fyrir þeim, að það væri ekki neitt dásamlegt. Reynslan hafði kennt þeim, að persónulegar fórnir höfðu vakið áhuga þeirra á kristindóminum og hvatt þá til kirkjulegra starfa. Það er staðreynd, að hjartað fylgir með fjármununum, eins og stendur í Fjallræðunni. Eg sá þessa glöggt dæmi á Gimli. Læknir nokkur eyddi í það heilum vetri, að læra að gera glerglugga, sem hann gaf nýrri kirkju þar á staðnum. Hann vann hundruð stunda i þágu kirkjunnar. Nú er þetta honum til aukins fagnaðar. Fjár- sjóður hæfileika hans er varðveittur í þessari smíði og hjarta hans við hana bundið. Annar maður hafði aldrei komið til kirkju, nema þá á stórhátíðum, en hann fékk áhuga á kirkju-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.