Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 50
1] r I e ii tl a r £r e t tii* Sálgæzla í Nikulásarkirkju. I Nikulásarkirkju í Kaupmannahöfn eru jafnan prestar og leikmenn til viðtals frá dagmálum til óttu. Getur hver, sem vill, náð fundi einhvers þeirra og borið upp fyrir honum vandkvæði sín og leitað hjálpar. Á síðastliðnu ári hafa 3209 menn neytt þessa, og sálgæzlustarfið hefir borið mikinn árangur, Samskonar starf er nú hafið í Álaborg og Óðinsvéuin. Næturhjálp kirkjunnar í Osló. Um sextiu prestar í Osló hafa bund- izt samtökum um það, að starfa til skiptist að sálgæzlu á stöð þar i borg- inni frá því kl. 8 á kvöldin og til kl. 8 á morgnana. Lögin um kvenpresta í SvíþjóS munu ganga í gildi um næstu áramót. Sunnudagaskólahald í Svíþjóð. Um 430000 böm munu sækja sunnu- dagaskóla í Svíþjóð. Er það rúmlega þriðjungur allra bama ú aldrinum frá 5—14 ára. Kirkjubyggingar í Stokkhólmi eru nú örari en nokkm sinni áður. Þar er biskup Helge Ljungberg. Útiliú guðl'ræðideildar er nýlega stofnað í Stokkhólmi, er það eink- um ætlað guðfræðinemum þar, sem eiga mjög erfitt með að nema guð- fræði í Uppsölum eða Lundi. .lóliaiines púfi 2.‘i. hefir útnefnt 23 nýja kardinála. Veiúa þeir þá 75 og hafa aldrei verið svo margir siðan á dögum Sixtusar V. — 29 eru italskir, 8 franskir, 4 bandariskir, 4 spánskir, 3 þýzkir, 3 braziliskir, 2 portúgalskir, 2 kanadiskir og 20 frá öðrum rikjum, einn frá hverju. f----------------------------------------------------------------N KIUKJURITIU Tímarit, gefið út af Prestafélagi fslands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Ámason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavík. Sími 14776. PientsmiöjaD Leiftui X..

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.