Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 9
****-)<-)< —* * * * * -k Frá Palestínuíöi. (Útvarpseríndi Í9.júní 1958). Með því, að frá ýmsu hefir verið skýrt i sambandi við Palestínuför okkar á s. 1. hausti, hefi ég tekið þann kostinn, að koma viða við í eftir- farandi erindi, enda þótt mér sé vel ljóst, að i svo stuttu máli verði aðeins brugðið upp nokkrum myndum, en hvergi um tæmandi lýsingu að ræða. Ferð þessi var farin á vegum norsks útgerðarfélags — með járnbrautarlest til Genúa í Italiu. Þaðan siglt með Brandi VI. — oft í þungum sjó og á móti eyðurmerkurroki -— til Alexandríu í Egyptalandi, sem lá fyrir framan okkur — ljósum prýdd, þegar við litum hana fyrst nokkru fyrir dögun. Frá Alexandríu til Kairó og það markverðasta skoðað þar. Því næst haldið sjóleiðina frá Alexandríu til Beirut í Libanon, sem svo oft hefir verið getið í fréttum siðustu vikur og daga, og nú virðist vera mesta hættusvæði veraldar. — Myndir koma fram í hugann frá gamla borgar- hlutanum í Alexandriu — þar sem tötrum klæddir Arabar risu af svefni á gangstéttunum, æpandi og aðgangsharður sölulýður við skipshlið og á leið okkar til bilanna. Svo er það eyðimörkin endalaus, sólsviðin, hvildar- laus, aðeins óasinn Wadi Natrum með yndislegum, grænum trjálundum. Pýramídamir stórfenglegu, Keopspýramidinn, risamannvirkið, undur ver- aldar. Sakkara með pýramidum og neðanjarðar grafhýsum, Memphis, rústir hinnar fornu borgar, hinnar fomu dýrðar. Gróður Nilardalsins fegurri og margbreytilegri en orð fái lýst. Og svo sjálf Kairó með stórhýsum sinum og skrauthýsum — með ný- tízku hverfin og ævaforna borgarhlutann. Egypzka safnið, moskan mikla, hið austurlenzka fyrirbœrí: bazararrár í götunum þröngu. Steikjandi hiti, æðisgengin og hávaðasöm umferð og mannþröng á götum úti. Úlfaldar, asnar og arabiskir hestar sem farartæki innan um gljáfægða bilana. Austrið og vestrið mætast í hinum margvislegustu myndum hér eins og víða ann- ars staðar. Ströng gæzla á vegum úti og hemaðarviðbúnaður Nassers — með öllu þvi, sem slíku fylgir, er mjög áberandi í Egyptalandi nútimans. Myndir frá Egyptalandi gætu auðveldlega fyllt heilt erindi; örbirgðin æpandi annars vegar — háreistar skrauthallir og óhófslíf á hinu leitinu. En á brott skal haldið frá þessu landi fomrar menningar í átt til land-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.