Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 48
478 KIRKJURITIÐ fiskiðja í þorpinu liggur upp að henni. Er því brennandi áhugi sóknarprestsins í Ólafsvíkurprestakalli, séra Magnúsar Guð- mundssonar, og sóknarmanna á því að reisa sem fyrst nýja kirkju á hagkvæmum stað. Og undirbúningur er þegar haf- inn. Af þessum ástæðum hefir viðhald núverandi kirkju eðli- lega orðið minna en ella á síðustu tímum. Prédikunarstóllinn er gefinn kirkjunni 1710. Á hann eru málaðar myndir guð- spjallamanna. Altaristaflan er máluð af Þórami Þorlákssyni, eftirmynd. Kirkjunni hafa verið gefnir margir ágætir munir og síðast við vísitazíuguðsþjónustuna tveir silfurstjakar og Kristsmynd. Ágætur kór syngur í kirkjunni. Að Ingjaldshóli stendur kirkjan hátt og á fögmm stað, stein- kirkja með stöpli og turnspým, prýðilegt Guðs hús bæði utan og innan. Stjömuhvelfing yfir allri kirkjunni. Hún er raf- lýst og ágætlega búin ljósatækjum, þannig á hún nokkrar ljósakrónur og 4 stjaka úr kopar, 2 alda gamla. Hökull er mjög fagur og altarisklæði, hvort tveggja gjört af frú Unni Ólafsdóttur. Organleikari kirkjunnar, frú Jóhanna Vigfúsdóttir, hefir undanfarna vetur haldið sunnudagaskóla á Hellissandi við ágæta aðsókn. Biskup vísiteraði 1. ágúst Brimilsvallakirkju, steinsteypu- kirkju 35 ára gamla, mjög snoturt hús og í ágætri umhirðu. Var þar fjölsóttust guðsþjónusta í yfirreið biskups miðað við tölu sóknarmanna, nær 70 kirkjugestir, en í söfnuðinum alls 38 manns. Vísitazía biskups var honum mjög ánægjuleg. Kirkjusókn yfirleitt góð og undirbúningur presta og sóknarnefnda í bezta lagi. Kom glöggt i ljós víða mikill áhugi á málum kristni og kirkju, og má sjá af þessu yfirliti hug safnaðanna á því að hlynna að kirkjum sínum, fegra þær og prýða og gefa þeim góðar gjafir. Viðtökur þær, er biskup naut, vom framúrskarandi góðar og ástúðlegar, svo að honum mun ekki gleymast.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.