Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 453 „Ó, hvað margur yrði sæll . . .“ o. s. frv. Broslegt, að menn skuli ekki vita, að það er aðeins gamanmál, og þess vegna hefir hún nokkurt gildi sem smellin fyndni. Þegnskyldan hefir aldrei verið hugsuð sem nein skemmt- un frekar en skólaskyldan. Og rétt væri að heyra það rök- stutt, hvemig það getur verið meiri nauð og ósanngjarnara að krefjast fárra mánaða skylduvinnu í þágu lands og lýðs en áratuga lærdóms af öllum. Er þegnskylda raunar nokkurs annars eðlis? Verður um það deilt, að þetta land og þessi þjóð, — já, þessi fámenna þjóð í hinu lítt nýtta landi þarfnast mikillar vinnu. Og mætti ekki ýmsu þoka áleiðis með fárra mánaða þegnskyldu allra, einu sinni á ævi þeirra, ef henni væri vel stjórnað, hún vel skipulögð og henni beint að góðu marki? Hitt efast vart margir um, að flestir hefðu gagn af þeirri fórnarkvöð og aga, er henni fylgir, væri slíku rétt beitt. Ég hygg líka, að þegnskyldan muni senn verða ákveðin í ein- hverri mynd, ýmissa hluta vegna. Því er skylt að hugsa og ræða málið. Bari'S höfSinu viS steininn. Á barnasamkomum sýni ég æfinlega, ef ég hefi tök á því, ýmist fræðslumyndir (myndræmur), sem yfirleitt eru um biblíuleg efni, eða einhverjar kvikmyndir. Þær eru fjölbreytt- ari. Er þó ekki kostur nema á örfáum „trúarlegum“ mynd- um, sem hér koma til mála, m. a. vegna þess, að þær mega ekki vara nema 10—20 mínútur að jafnaði. Stundum vel ég því myndir af íslenzku landslagi og þjóðháttum (Hornstranda- myndina) og stöku sinnum hreina og beina gamanmynd. Nú hefi ég orðið þess var, að til eru menn, sem hneykslast hálfgert á þessu, — þótt fæstir þeirra eða engir muni vera í mínu prestakalli. Þeir telja sem sagt, að hér sé oflangt gengið í skemmtanaátt, en of lítið kennt af „hreinum og klárum kristindómi“. Hver hefir sína skoðun, og skal ég ekki fara dult með mína.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.