Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 445 Skömm var viðdvölin í hinni israelsku Jerúsalem, aðeins gengið á Sions- hæðina og stórhýsi K.F.U.M. skoðað. í sólskinsbirtu kvöddum við hina blessuðu borg og héldum í átt til strandar. Er nokkuð var komið á leið, dundi yfir sú ofboðs rigning, að líkast var sem allar flóðgáttir himinsins hefðu skyndilega upplokizt. Svo skein sólin á eftir í allri sinni dýrð. Margt var að sjá, sérkennilegt lands- lag, sögulegar minjar, bylting í ræktun og alhliða framförum, tækninýj- ungar alstaðar í jyjónustu atvinnulífsins. Svo renna bílarnir inn í Tel Aviv, nýtízku borg með fögrum, skipulegum byggingum og breiðstrætum. Þar er að finna eina tilkomumestu hljómleikahöll veraldar. Eftir nokkra við- dvöl ókum við af stað og fyrst inn í gamla borgarhlutann í Jaffa — Joppe, eins og borgin hét fyrrum, — Jivi næst alllangan veg til hinnar fornu borgar með sína ágætu höfn — Cæsareu, en hana lét Heródes Antipas byggja. Skoðuðum við rústir kastalans, er Púll postuli dvaldist í sem fangi áður en hann fór til Rómaborgar — og létum hugann reika um aldir aftur í tímann. En áfram skyldi halda og eftir tvo tima — eða fjögurra stunda akstur frá Jerúsalem —• var komið til Haifa, hafnarborgar Israels, en þar beið okkar farkosturinn, Brandur VI., er var dvalarstaður okkar á milli þess, sem famar voru ferðir norður til Galileu. Aldimmt var orðið, er við ókum eftir Karmelfjalli, og borgin Haifa breiddist út í kringum okkur og fyrir neðan okkur, svo langt sem augað eygði. Glamp- andi, endalaust ljóshaf í heitri og mjúkri kyrrð þessa austurlenzka kvölds. Laugardagurinn 19. okt. rennur upp, sólskinsbjartur og fagur, eins og aðrir dagar hér. Allir tygja sig til ferðar með mikilli eftirvæntingu, þvi að nú er för heitið til Galíleu, til Nazaret og Genesaretvatns. Við ökum í morgunkyrrðinni i gegnum Haifa, fyrst með sjó fram, svo ris landið hærra, og eftir ljómandi vegi þjóta bílarnir i áttina til Nazaret. Svo birt- ist hún — litla borgin, þarna uppi í hálendinu, og þar virtist mér austur- lenzkt líf flæða sem þungur straumur um götur allar. Viðdvöl höfðum við þarna ekki langa, en skoðuðum þó boðunarkirkjuna og hellinn, sem álitinn er verið hafa dvalarstaður Jesú og fjölskyldunnar, þegar hitar voru mestir. Á leiðum okkar þarna norður frá sáum við hina litlu ná- grannabæi Nazaret, Kana, þar sem Jesú gerði sitt fyrsta kraftaverk, og Nain, J)ar sem hann vakti upp son ekkjunnar. I báðum þessum bæjum áttu heima vinir hans frá æskudögum. Og nú nálgumst við óðum hið yndislega vatn umlukt fjöllum og hæðum, sjálft Genesaretvatnið, er ég hafði alltaf þráð að líta, en aðeins séð í draumum mínum. Ávalar línur og mildir litir mæta auga og hitamóðan hvílir yfir öllu. Mér verður í samanburði hugsað til vatna heima, t .d. Skorradalsvatns og Þingvalla-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.