Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 14
444 KIRKJURITIÐ Or kór kirkjunnar liggja tröppur niður í hellinn með liina heilögu jötu. Hellirinn er höggvinn í klettinn, veggir hrjúfir og dökkir, en huldir gömlum myndum og glitofnum dúk. Mikið ber og á gulli og silfurskrauti. Stór og fögur silfurstjarna gefur til kynna staðinn, þar sem Jesús fædd- ist. „Hic de virgine Maria, Jesus Christus est“ (hér er Jesús Krist- ur fæddur af Mariu mey), stendur letrað ó stjömuna. — Jólaguðspjallið var nú lesið, og jólasálmur sunginn, helgi staðarins gagntók okkur. Og einkennilegt var að koma aftur út i sólskinsbirtuna og iðandi lífið — hið austurlenzka framandi lif — myndin, sem hvarvetna hlasir við í borgum nálægra Austurlanda: Arahar með fez eða vefjarhetti á baki ösnum eða keyrandi þá fyrir yfirhlöðnum vögnum sínum, síðskikkjukonur með blæjur og höfuðbyrðar, hólfnakin eða tötmm klædd böm, fólk á öllum aldri, sem býður til sölu vaming sinn með hávaða og æsingi. En innan um allt þetta geysast svo herbílarnir, þvi að hér er vígbúnaður ástundaður af kappi. —■ Við göngum í áttina til bílanna á torginu. Þó kemur á móti okk- ur hópur snyrtilegra skólabarna. Ég tek eftir skólabyggingu þar skammt undan, þar sem þessir unglingar þyrpast út. Hér er kaþólskur skóli, fjöl- mennur og ógætur. Vel fer á því, að hér, þar sem fæddist barnavinurinn mesti og bezti, skuli vera uppeldisstöð þessara minnstu bræðra Jesú Krists — vesalings Arababarnanna, sem okkur virtust svo víða hræðilega aum- leg ósýndum, hrakin og hrjáð. — Litlu siðar er horft yfir Betlehemsvelli — og við i'fum í anda nóttina helgu, þegar yfir hvelfist austurlenzkur næturhiminn með stjarnanna mergð, en hér virðast þær vera svo ótrúlega nærri. — En þegar við þjótum í bilum í hliðum, dölum og fjöllum þessa stórbrotna lands, þá minnist eg ferðar þeirra Maríu og Jósefs norðan frá Nasaret í Galileu til Betlehem i Júdeu. Og svipur fornaldarinnar er hér enn yfir svo mörgu. Þrásinnis verða á vegi hin sigildu farartæki Austur- landabúans, úlfaldinn og asninn. Konur, karlar eða börn sitja ó pinklum ofan, sem hlaðið er ó reiðskjótann, aðrir rölta þolinmóðlega við hlið. Næstu daga var ferð farin til Samaríu — gengið á musterissvæðið — farið til Dauðahafsins og árinnar Jórdan. Stórkostlegt og ógleymanlegt var að ganga via dolorosa og koma í Grafarkirkjuna. ■— Svo sem kunn- ugt er skiptist Jerúsalem milli Jórdaníu og ísrael, þegar vopnahlé var samið milli þessara aðila, og eru hinir helgu staðir kristinna manna innan borgarinnar yfirleitt i hinum jórdanska hluta. Kl. 8 að morgni 17. október héldum við yfir landamæralínuna, en þar tók við nokkurt óbyggt svæði, „no mans land“, áður en í Ijós komu bilarnir, sem áttu að flytja okkur til Tel Aviv og Haifa. 1 nánd við þá stóð hópur ísraelsmanna og annarra vina, sem tóku okkur hjartanlega og eins og við værum úr helju heimt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.