Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 46
476 KIRKJURITIÐ Safnaðarfulltrúi Helgafellssóknar hefir verið áratugum saman með sæmd og prýði Guðbrandur Sigurðsson hrepps- stjóri á Svelgsá. Kirkjan á BreiSabólsstað á Skógarströnd er 83 ára gömul, enda mjög hrörleg orðin. Þarf að reisa nýja kirkju í hennar stað. En það er mikið átak fyrir fámenna sókn, um 60 manns. Er mjög nauðsynlegt, að þegar sé tekið að safna loforðum um gjafavinnu og fjárframlög til byggingar nýrrar kirkju. Má treysta hið bezta til þess bæði söfnuðinum og sóknarprest- inum, séra Sigurði M. Péturssyni. Narfeyrarkirkja er nokkru yngri en Breiðabólsstaðar, en þó einnig mjög hrörleg orðin. Hefir komið til tals að steypa utan um hana, svo sem gjört hefir verið við ýmsar kirkjur á síðari árum. Hún á í sjóði líkt og Breiðabólsstaðarkirkja, um 10000 kr. Auk þess hefir verið stofnaður sérstakur sjóður til minningar um Vigfús J. Hjaltalin, bónda í Brokey, og skal verja honum til viðhalds og fegrunar Narfeyrarkirkju og Narfeyrarkirkjugarði; nemur hann nú um 7500 kr. Sókn- in er fámenn, en samtaka vilji er jafnan sigursæll. I Bjarnarhöfn er bændakirkja. Lét Bæring Elisson bóndi þar fyrir tuttugu árum fara fram mikla endurbót á kirkjunni, þilja hana innan og gera hvelfingu yfir. Er hún nú í mjög góðu standi. Altaristafla hennar er ein hin fegursta hér á landi, mynd af Kristi og lærisveinunum í Emmaus, máluð á tré, ef til vill frummynd eftir málarann fræga, Carl Bloch. Altarisklæði er einnig einkar fagurt, gjöf frá frú Ingileifu Melsted til minningar um mann hennar, Pál Melsted amt- mann, sem er jarðsettur í Bjarnarhöfn. Einn af niðjum hans, Páll Melsted heildsali í Beykjavík, hefir heitið því að safan fé meðal ættmanna sinna og leggja fram sjálfur til þess að koma upp mjög vandaðri steinsteypu- girðingu um kirkjugarðinn. Ennfremur hefir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali lofað fé í sama tilgangi og Haraldur Sveinsson forstjóri Völundar. En þegar hefir verið safnað til þessa fyrir forgöngu Bjarna Jónssonar bónda í Bjarnarhöfn 22000 kr.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.