Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 447 veru ekki sandur einn, heldur dýrmæt, ræktanleg jörð. Spumingin leitar á: Hvers vegna er ekki meira gert að ]>vi að bæta lifsskilyrði fólksins? Hvers vegna eru auðsuppspretturnar ónotaðar? Hvers vegna lifa þúsundirnar enn sem Bedúínar, svo sem forfeður þeirra fyrir mörgum öldum? Að sjálfsögðu er hér um að ræða hið mikla vandamál Arabalandanna, vanda- mál, sem á að verulegu leyti rót sína að rekja til lífs og trújarskoðana Arabanna sjálfra. Allah hefur ákveðið og gjört allt svona — og fyrir því má engu breyta, allt verður að standa í stað. Þetta fólk fær eigi skilið, að framfarir og nútímatækni sé hamingja, en ekki böl. En það verður ekki hafið upp úr dal eymdar og örbirgðar með gjöfum og styrkjum, þótt sprottnar séu af góðum hug og göfugum, því siður með sendingu bryn- varðra bifreiða, flugvéla eða annarra nýtizku vopna. Veigamesta hjálpin mundi vera fólgin í stórkostlegum áformum og því næst framkvæmdum að hagnýtingu hinna miklu náttúruauðæfa þessara landa, einnig stór- aukinni fræðslu á meðal fjöldans, en gizkað er á, að ekki séu nema 20 af hundraði læsir í Arabalöndunum. Libanon, þar sem um helmingur ibúanna er kristinn, hefir sérstöðu meðal Arabarikjanna. Þar er yfirleitt meiri framtakssemi, skipulagning og menningarbragur. Hvað ofan á verð- ur í átökunum, sem þar geisa, skal engu spáð. En þegar til Israels kemur, er munurinn stórkostlegur, enda þótt ]>vi sé ekki gleymt, að þaðan varð mikill fjöldi Araba að hverfa fyrir fullt og allt. f ísrael er markvisst unnið að viðreisn landsins. Sameignarþorpin (kibbutz) þróast, og ibúamir þar una glaðir við sitt. Auðæfin eru sótt i moldina, hversu mikið, sem annars þarf í sölurnar að leggja í erfiði og fjármunum. Þar er fólk, sem ekki lætur sér nægja hin strjálu strá, sem sjálfkrafa vaxa í auðninni. Nei, uppskeran fæst oft á ári. Þar eru fjöll- in iðjagræn af nýgróðursettum skógarreitum. Verksmiðjur og livers konar iðjuver þjóta upp víðs vegar. Allt ber vott um hagsýni, dugnað og fram- takssemi og landið er fagurt og frjósamt. Trén byrja að blómgast í janúar, og í marz berst um loftið ilmur appelsínu- og möndlutrjáa. Ásar og hæðir verða eins og glitofnar ábreiður yfir að lita, þar sem anemónur og dimmrauðar valmúur blómgast. Og svo haustið með upp- skeru af viðlendum ökrunum, sem hvarvetna blasa við augum. Trén svigna undir margvíslegustu tegundum ávaxta, en yfir allt hvelfist himinninn, heiður og blár, og veðrið er unaðslegt. fsraelsriki, sem á 10 éra afmæli á þessu vori, getur vissulega með stolti bent á framfarirnar í landi sínu, framfarir, sem eru ævintýri likastar. Og orð hins hebreska leiðsögumanns okkar, þau, er hann mælti til okkar um

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.