Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 465 Séra Björn vígðist 6. okt. 1907. Það var síðasta prestsvígsl- an, sem Hallgrímur Sveinsson biskup framkvæmdi. Með trú i hjarta gekk séra Bjöm að störfum í Guðsríki. Við postulana var sagt: „Farið og gangið fram og talið í helgidóminum öll þessi lífsins orð.“ Af nógu er að taka. Hvílík uppspretta: Öll þessi lífsins orð. 1 þessu er prestsstarfið fólgið: Taka á móti lífsins orði, geta fagnandi sagt: Orð Drottins kemur til mín. En þetta orð á einnig að ná til annarra. Sú þrá er brenn- andi hjá góðum presti. Með þessa þrá í hjarta gekk séra Björn að heilögu starfi, og verk sín vann hinn hægláti, hógværi maður með einlægri trú, hlýðinn orðinu, er segir: „Haf þú trú og góða samvizku“. Hvílík gjöf, er þessi orð ná að hjarta prestsins: „Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda mátt- ar og kærleika og stillingar.“ 1 anda þessara orða starfaði séra Björn. Sú minning geym- ist hjá þakklátum sóknarbörnum. Dagfar hans stjórnaðist af því hugarfari, sem tekur á móti himneskum fjársjóði. Séra Björn var bæði prestur og kennari. Honmn var yndi að því að auðgast að þekkingu og veita öðrum fræðslu. Hann vígðist að Tjörn á Vatnsnesi, var síðar prestur að Görðum á Álftanesi, í Reynistaðarklaustursprestakalli, í Bergsstaða- prestakalli og á Auðkúlu um 30 ára skeið. Prófastur var hann í Húnavatnsprófastsdæmi. Auk þessa vom honum mörg trún- aðarstörf falin og það sást, að hann var vandanum vaxinn og vildi i öllu efla annarra heill. Er ég minnist þessa vinar, nem ég staðar við þessi orð: „Auðsýnið i trú yðar dyggðina og í dyggðinni þekkinguna.“ Séra Bjöm talaði orð Guðs í helgidóminum. En hann fór einnig til sóknarbamanna, var kærkominn gestur á heimil- um þeirra. Hann lét starf sitt stjórnast af þessari áminningu: „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.“ Ég hugsa um helgidóminn og heimilin. En ég hugsa um leið um heimilið. Hvílík gjöf frá Guði að geta sagt: „Hér á ég heima.“ 30

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.