Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 451 með honum. Þá lifði hann „eitt augnablik helgað af himins- ins náð“. Honum var með óskiljanlegum hætti opnuð önnur veröld. Að vísu sá hann það hvorki né þreifaði á því með höndum sínum, en hann fann það með óbifanlegri vissu, að Drott- inn lifir, og var honum nálægur. Þegar hann stóð upp, vissi hann, að hvað sem siðar kynni að mæta honum, og hvernig sem hann færi sjálfur að, væri Kristur ljós heimsins. Og það væri ekki Drottins sök, heldur hans eigin, ef með þeim skildi. Þannig er hann alltaf að koma. Það er bæði tilhlökkunar- efni og fögnuður jólanna. En hvers vegna förum vér svo allt öðruvísi að við þenn- an gest en alla aðr,a góða gesti? Vér fögnum ekki aðeins þeim sjálfum og öllu því, sem þeir færa oss. Umfram allt kostum vér kapps um að gleðja þá og gera þeim til geðs. Það hafa verið hin óskráðu lög og ófrávíkjanleg regla íslenzkr- ar gestrisni. Hve margir hafa ekki vakað eftir gestum á bæj- unum, borið síðan það bezta á borð fyrir þá. Jafnvel tekið af sínum eigin skammti handa þeim og gengið úr rúmi fyr- ir þeim, og að lokum fylgt þeim úr hlaði, jafnvel á stundum yfir fjallvegi í hríð og ófærð og myrkri. Þannig hafa þeir lagt líf sitt við lif gestsins. Likt fórst frumlærisveinunum og óteljandi mörgum um aldirnar við hinn upprisna. Þeir þráðu að vísu komu hans, báðu um fylgd hans og hjálp hans, en gengu þess hins vegar ekki duldir, að kærleikur knúði þá til þjónustu við hann og hann gerði líka til þeirra kröfur. Hann heimtaði meira að segja, að þeir fórnuðu honum öllu, ef þörf gerðist. Hvar og hvernig höfum vér lagt veg hans í voru eigin lífi og þjóðlífinu? Ekki vantar þó, að vér vitum og viðurkenn- um, að enginn er betri né meiri en sá, er á sem mest af hugarfari Jesú Krists. Og það þjóðfélag væri gott og farsælt, sem væri stjórnað í anda hans og nyti friðar hans. Hvað gætum vér og gerðum vér ekki, ef sú hugsjón brynni oss í hug eins og ákafur eldur?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.