Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 18
448 KIRKJURITIÐ borð í Brancli, rétt áður en lagt var úr höfn í Haifa — verða mér minnis- stæð. Hann sagði: „Hvað sem fyrir kann að koma, þá hafið það hugfast, að Israel þráir það eitt að fá að lifa og starfa í friði i landi sínu. Heiftarleg átök eiga sér stað — og mikil óvissa rikir við austanvert Miðjarðarhaf nú eins og fyrrum. Frétta er beðið þaðan í ofvæni. En mik- ils er um vert, að i þessum löndum ótæmandi náttúruauðlinda og mikilla möguleika mættu upp renna tímar jafnvægis og friðar, þar sem þjóðir Araba og hið unga Israelsriki vinna samtímis og í bróðurhug að alhliða uppbyggingu og viðreisn. Við kveðjum nú Israel -—- við kveðjum landið helga með söknuði — land minningatöfra og helgustu dóma. Ég horfi á Karmelhöfðann brattan og svipmikinn. Haifa við Akkóflóann er eitt óslitið ljósahaf, en blessandi, bjartur vitinn á KaiTnel sendir geisla sina á haf út. Það er siðasta kveðj- an — síSasta Palestínumyndin! Við erum ómetanlegri reynslu ríkari. Höfum eignazt minningar, sem ylja hjarta og hug til hinztu stundar. Brandur klýfur öldurnar í hitamollu austursins. Ferðin til Grikklands og Italiu er hafin! Bergur Björnsson. MóAiriii. Veiztu hvers virði það er að eiga móður? Minnztu þess, að þú varst eitt sinn lítið barn, veikburða, nakið, hjálpar- vana, hungrað og alveg upp á aðra komið í veröldinni. Þá var kona nokk- og jafnan er fús til að fórna lífi sinu fyrir þig — það er hún, sem þú fet, hún stanzaði, ef þú stanzaðir, hún hló, ef þú grézt. Þessi kona, sem fyrst kenndi þér að tala, en siðan að lesa, og kennir þér að unna, og vermir lófa þina í höndum sér, og þig allan í faðmi sér — þessi kona, sem fæddi þig á mjólk brjósta sinna, er þú varst kornbarn, og jafnan er fús til að fórna lífi sínu fyrir þig — það er hún, sem þú kallar „mömmu“ — og svarar þér: „Barnið mitt!“ Victor Hugo.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.