Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 42
472 KIRKJURITIÐ in: Komið til mín. Einar Jónsson myndhöggvari málaði þetta ágæta listaverk og gaf kirkjunni. Vel æfður kirkjukór söng við guðsþjónustuna. Organleikari er Guðmundur Jónsson frá Valbjarnarvöllum og hefir verið yfir sextíu ár. Hefir hann öll þessi ár unnið mikið og gott starf fyrir kirkjusönginn í héraðinu. Við Hvammskirkju í Norðurárdal starfar einnig stór og góður kór. Organleikari hennar hefir verið um fjölda ára Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi. Kirkjan er nær 80 ára gömul, en á henni hafa farið fram gagngerar endurbætur og hún notið beztu umhirðu, svo að hún á að geta staðið enn um hríð. Altaristafla hennar er fögur mynd af Kristi í Emmaus, eftirmynd, máluð af Þórarni Þorlákssyni listmálara. Dagana 21. og 22. júlí vísiteraði biskup Staðarhraunspresta- kall, sem séra Óskar Finnbogason þjónar. F}’rir nokkrum árum var svo komið um StáSarhrauns- kirkju, að hún var ekki lengur messufær. Hnigu sóknarmenn þess vegna að því ráði 1955 að steypa utan um kirkjuna, en láta hana halda sér sem mest að innan. Ennfremur var steypt við forkirkja og turn hækkaður, og kirkjan síðan máluð smekklega utan og innan. Aðalforgöngu þessa máls hafði Guðjón Þórarinsson bóndi í Lækjarbug, formaður sóknar- nefndar. Bárust kirkjunni svo miklar gjafir, í vinnu og pen- ingum, að hún skuldar nú ekki nema 35000 kr. Er þetta myndarlegt átak af 35 manna söfnuði. Af gömlum munum kirkjunnar má nefna stóra og þunga altarisstjaka og kopar- hjálm. Henni var gefin síðastliðið ár altaristafla, mynd af Kristi, er hann blessar ungbörnin, málaði frú Barbara Árna- son. Akrakirkja er timburkirkja, reist árið 1900, en nú mjög hrörleg orðin. Hefir sóknamefnd fullan hug á því að endur- bæta hana. En að líkindum er þörf nýbyggingar. Kirkjan á allmargt muna og suma forna, m. a. Kristslíkan úr tré. Á fimmtíu ára afmæli kirkjunnar var henni gefinn skírnar- fontur, útskorinn af Bjarna Kjartanssyni, góður gripur. Organleik við guðsþjónusturnar í Staðarhraunsprestakalli

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.