Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.12.1958, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 455 sjálfsagt, að söfnuðimir verði að eignast sæmileg samkomu- hús, sem þvi miður em oftast illa skipuð, séum andvígir fyrrnefndum byggingum eða í nokkru stríði við forvígismenn þeirra. Og kirkjunnar menn hafa um víða veröld beitt sér fyrir hælum og sjúkrahúsum og öðm slíku og gera enn. Var ekki belgiskur munkur nýlega að fá friðarverðlaun Nóbels fyrir starf í þessa átt? En önnur hlið er á málinu. Það er gömul og alkunn saga, sem innir frá svari gömlu konunnar, þegar maðurinn fár- aðist yfir því, að tíu kerlingar sæktu kirkju á móti hverjum karlmanni, af þessum fáu, sem kæmu þar nokkurn tíma á annað borð. „Það getur meira en verið,“ svaraði hún. „En ef þú kemur í fangelsin, sérðu þar tíu karlmenn á móti hverri konu.“ Vér skulum fara oss hægt í því að telja sannað, að kirkj- urnar séu með öllu óþarfar, og a. m. k. ekki láta oss dreyma um að rífa þær til að byggja upp fangelsin. Annað mál er það, að kirkjan gæti látið sér annara um fangana og meira fyrir þá gert, og er það að vísu kristin og mannleg skylda vor allra. Hefi ég einnig vakið máls á því áður á þessum vettvangi. Jóluvers. Mig langar til að senda þetta vers úr sögu eftir Guðmund á Sandi með jólakveðju Kirkjuritsins til allra lesenda þess: Marjusonur, mér er kalt, mjöll af skjánum taktu, yfir mér einni vaktu. Lífið bæði og lánið er valt, ljós og myrkur vega salt. 1 lágum kofa á ljóstýrunni haltu. Gleðileg jól! Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.